Þegar ég var lítil fannst mér alltaf svo gaman að skoða hvað væri í veskinu hennar mömmu. Hún var reyndar oft með stærri veski en þetta og því ansi mikið skemmtilegt sem komst ofaní, fannst eins og ég væri að skoða ofaní fjársjóðskistu. Þetta erfist greinilega í kvenlegg því dóttir mín elskar að skoða hvað er í veskinu mínu.
Þetta er það sem ég er oftast með í veskinu en inn á milli leynist eitthvað meira með, fer líka eftir því hvert maður er að fara eða hvað maður er að fara gera.
Innihaldið endurspeglar manneskjuna á einhvern hátt – er það ekki?
- Kortaveski.
- Sólgleraugu, nauðsynlegt fyrir mígrenismanneskjur hérna í sólinni.
- Síminn minn (gat bara ekki tekið mynd af honum því ég var að nota hann).
- Spritt, nota það meira á barnið mitt heldur en mig.
- Ilmvatnsprufur af ilmvatninu mínu geymi ég í litlu hólfi í veskinu (er að nota YSL núna).
- Púður og púðurbursti (MAC Mineralize Skinfinish er í miklu uppáhaldi).
- Nóg af varalitum, glossum og varablýöntum – er alltaf að breyta og blanda saman.
- Varaprimer.
- Hárteygja og ömmuspennur.
- Hælaplástrar.
- Tyggjó.
- Er oftast með tissjúpakka líka en það er oft nausynlegt þegar maður á barn.
Fyrir áhugasama eru þetta vörurnar sem ég er þessa dagana að nota á varirnar mínar: MAC varalitur í litnum HUE, MAC Liptensity varalitur í litnum Medium Rare, Make Up Forever varalitur í litnum C105, varaprimer-inn er frá MAC (kaupi bara hann), MAC varablýantur í litnum Rosy Rim (bleikur), Make Up Forever varablýantur í litnum Wherever Walnut (nude litur), NYX varaolía, NYX Butter Gloss í litnum Créme Brulee (hef átt nokkra þannig), NYX mattur varalitur í litnum Cabo og síðast en ekki síst uppáhalds glossinn minn sem ég hef keypt í möööörg ár og er frá MAC í litnum Pink Lemonade.
Er þetta ekki bara passlegt af varadóti fyrir veskið?
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla