Hvað er í sólarvörninni okkar?

 

Það er staðreynd að það sé mjög mikilvægt fyrir stóra sem smáa að vernda húðina gegn sól. Með því að nota góða sólarvörn verðu húðina gegn geislum sólarinnar sem geta valdið sólbruna og húðkrabbameini. Eins og markaðurinn er í dag þá verður maður að vanda valið þegar kemur að því að velja sólarvörn. Sólarvarnir í helstu stórverslunum hér á Íslandi innihalda mikið magn af óþarfa aukaefnum!

  • ofnæmisvaldandi efnum
  • umhverfisspillandi efnum
  • hormónatruflandi efnum meðal annars

 

Ég ætla fá að vitna í eina rannsókn sem gerð var í Noregi 2017. Þar var tekið 45 prufur af sólarvörnum og aðeins 8 af þeim stóðust kröfur! Allt hitt var stútfullt af óþarfa aukaefnum sem við vilju alls ekki vera bera á okkur. Ég hef alltaf haft þessa rannsókn bakvið eyra því mér blöskraði niðurstöðurnar.
Með því að kíkja á greinina getið þið séð hvað skal forðast.

Rannsóknina getið þið séð hér HÉR

Brot af listanum.

En burt séð frá þessu þá langaði mig að benda ykkur á þær sólarvarnir sem við höldum uppá með engum skaðlegum efnum.

Childs Farm og Weleda

 Inniheldur eingöngu náttúruleg efni. Engin gervi- litar eða ilmefni. Laus við parabenar og önnur rotvarnarefni. Sólarvarnirnar eru vottaðar vegan og eru báðar með UVA- og UVB vörn. Childs Farm og Weleda er mjög vönduð og góð merki og hafa unnið til margra verðlauna. Fær fullt hús stiga frá húðlæknum 🙂

Mér finnst færast í aukana að geta ekki keypt sér öruggar vörur þannig mér fannst mikilvægt að deila þessu með ykkur!

Vona að sumarið hjá ykkur verði frábært! 🙂

Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við