Það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn. Ég er ótrúlega mikið jólabarn og elska allt í kringum jólin. Eitt sem ég hef gert lengi er að byrja versla jólagjafir snemma og hafa gott skipulag á þeim. Ég vil helst vera búin að versla allar gjafir fyrir desember. Ég reyni að versla gjafirnar allan ársins hring svo þetta lendi ekki allt á sama mánuði. Desember getur verið dýr mánuður og finnst mér gott að geta dreyft kostnaðinum. Ég mæli mikið með því. Ég er ekki frá því að þetta minnki smá jóla stressið sem nær alltaf að koma.
Yngri stelpan mín er ný orðin eins árs. Ég fæ reglulega spurningar um jólagjafir handa henni og hefur mig dottið ýmislegt í hug. Mig langaði að setja saman smá lista hér af nokkrum hugmyndum sem mér finnst eiga vel við þann aldur. Ég vona að þetta gagnist einhverjum sem eiga eftir að versla gjafir ❤️
Ullarföt er góð gjöf sem nýtist vel.
Gjöf á hjólum er alltaf vinsælt.
Fisher Price dót. Þau geta leikið endalaust með þetta.
Viðardýr frá Holztiger. Playroom er með mikið úrval.
Leikir sem þarf að stafla er alltaf vinsælt. Þessir litríku og fínu kassar eru frá Von Verslun
Sleðar slá alltaf í gegn.
Bækur með tónlist – Börn elska að dilla sér 🥰
Jafnvægisbretti skapa áhugasaman leik.
Duplo kubbar vaxa með börnunum.
Pinna púsl eru alltaf jafn vinsæl.
Vona þessi færsla gefi ykkur góðar hugmyndir af gjöfum. Tilvalið að nýta Black friday sem er á næstunni og finna góða afslætti. Annars vona ég að þið eigið góðan dag 🖤
Hef þetta ekki lengra.
** Þessi færsla er ekki kostuð né í samstarfi**