Það getur verið smá höfuðverkur fyrir suma jólasveina að finna skógjafir. Nú er þessi jólasveinn með tvö börn sem fá í skóinn og er hann búinn að vera safna í smá poka á undanförnum vikum þegar hann sér eitthvað sniðugt. Ekki alltaf hægt að gefa báðum eins því það er fimm ára aldursmunur, þó það sé hægt í enhverjum tilvikum.
Ég ákvað að skrifa niður og setja inn lista fyrir aðra jólasveina sem vantar hugmyndir. Gjafir sem koma að góðum notum eru klassískar. Pössum okkur að setja ekki pressu á okkur sjálf, það þarf ekki alltaf að vera eitthvað mikið, mandarína og jólastafur er líka bara geggjað.
- Sokkar
- Nærföt
- Vettlingar
- Húfa
- Handspil eða 4 in 1 spil (allskonar hjá Heimkaup)
- Ávaxtanammi
- Litir eða annað föndurdót úr Tiger eða Sostrene eða Ikea
- Baðbomba eða froða í sturtuna
- Límmiðar
- Náttföt
- Litabók
- Skraut á jólatréð
- Swiss Miss bréf
- Glassúr til að skreyta piparkökur
- Tyggjó
- Hárteygjur eða hárskraut
- Tannbursti og/eða tannkrem
- Gjafabréf í Yoyo ís eða aðra ísbúð
- Jólanammi
- Bækur
- Smákökudeig
- Rúsínupakki
- Ef fjölskyldan ætlar saman í bíó t.d um helgi að gefa þá bíómiðann í skóinn
- Jólasveinahúfa
- Vasaljós
- Púsl
- Eyrnalokkar (ef við á)
Vonandi gaf þetta einhverjar hugmyndir ♥
xo
Instagram –> gudrunbirnagisla