Hugmyndir af kvöldmat

Það kemur stundum fyrir að ég verði hugmyndasnauð þegar kemur að kvöldmat. Oftast finnst mér ég vera með það sama þannig ég útbjó þennan fína lista til að skoða ef mig vantar hugmyndir.

Fiskréttir

  • Soðinn þorskur með kartöflum og grænmeti.
  • Bleikja með byggi og rótargrænmeti.
  • Fiskur í raspi, kartöflur og ferskt grænmeti.
  • Fiskibollur með grjónum, karrísósu og ferskt grænmeti.
  • Plokkfiskur með rúgbrauði.
  • Ofnbakaður lax með byggi og ofnbakað grænmeti.

Réttir með hakki

  • Tortilla með hakki, salsa, sýrðum rjóma, ost og fersku grænmeti..
  • Hakk og spaghetti með hvítlauksbrauði..
  • Píta með hakki og grænmeti (finnst píturnar frá Reynir bakara bestar).
  • Lasagna með hvítlauksbrauði og parmesanosti
  • Kjötbollur með kartöflustöppu og piparostasósu..
  • Quesadillas með hakki, grænmeti og sósur eftir smekk.

Kjúklingaréttir

  • Kjúklingaleggir með brúnni sósu og frönskum.
  • Kjúklingur í tikka masala og nan brauð.
  • Marakósk súpa með kjúkling.
  • Pestó kjúklingur með hrísgrjónum og fersku grænmeti.
  • Ragnar Reykás kjúklingur með hrísgrjónum og ofnsteiktu grænmeti.

Kjötréttir

  • Lambalæri með brúnni sósu, kartöflum og rótargrænmeti
  • Nautalund með gratíneruðum kartöflum og bearnaise.

Súpur

  • Sveppasúpa.
  • Kjötsúpa.
  • Grænmetissúpa.
  • Blómkálssúpa.
  • Tómatsúpa.
  • Mexíkó súpa.

Grænmetisréttir

  • Grænmetisbuff með byggi og jógúrtsósu.
  • Grænmetis lasagne.
  • Tortilla með ofnbökuðu grænmeti.
  • Grænmetis vorrúllur.
  • Veganhakk með sósu og pasta.
  • Brokkólíbuff með kjúklingabaunum.

Pasta/grjón

  • Ostapasta með hvítlauksbrauði.
  • Pasta með sveppum og skinku
  • Pulsupasta.
  • Carbonara með hvítlauksbrauði
  • Pasta með bræddum mexíkóosti og kjúkling
  • Grjónagrautur og slátur.

Föstudagsréttir

  • Pítsa
  • Hamborgarar
  • Pulsa.

Réttir sem ég elda oftast. Síðan prufum við okkur endalaust áfram 😊

Instagram –> sunnaarnars

Þér gæti einnig líkað við