Hugmyndir að veislumat

Móðir mín og maðurinn hennar giftu sig í ágúst síðastliðnum. Þau voru með smá veislu heima hjá sér og buðu nánustu fjölskyldu og vinum. Þetta var standandi veisla og buðu þau upp á fingramat. Maturinn var að sjálfsögðu upp á tíu og ætla ég að deila með ykkur hvað var á boðstólnum.

Til að byrja með voru þau með þessar æðislegu humarsnittur. Þetta er bara það besta sem ég hef fengið! Uppskriftina fékk hún móðir mín hjá miklum matgæðing, henni Ólafíu Ingibjörgu og ætla ég að deila uppskriftinni með ykkur:

Humarsnitta ala Fía:

Það sem þarf:
– Snittubrauð
– Hvítlaukssósa ala Fía (ca hlutföll: 1 lítil dolla majónes + 1 mtsk sýrður rjómi + 1 mtsk hvítlaukssósa (t.d. frá Nonna litla) + salt/pipar + 2 væn hvítlauksrif + söxuð steinselja) Dugar í ca 50 snittur
– Ruccola poki
– Grillaður humar í mátulegum bitum tilbúinn á snittuna, lagður í marineringu í smá stund áður
– marinering fyrir humar: olía, hvítlaukur, sítrónupipar, salt/pipar
– graslaukur til skrauts

Aðferð:
– Pensla snittubrauð með olíu, grilla svo í ofni – 180 gr. í ca 3 mín – snúa – aftur ca. 2-3 mín – kæla aðeins
– Hvítlaukssósa smurð á brauðið
– Ruccola – ca. 2 sneiðar (ath. skola og þurrka vel áður)
– Grillaður humarbiti
– klippa graslauk yfir

Þau buðu uppá makkarónukökur en hægt er að kaupa þannig tilbúið á ýmsum stöðum eins og til dæmis hjá Sætum Syndum, Jóa Fel, Lindu Ben o.fl.

Einnig var boðið uppá vorrúllur. Þessar voru keyptar í Costco en hægt er að kaupa þær á fleiri stöðum, til dæmis Stórkaup.
Vorrúllurnar voru bornar fram með Sweet Chilli sósu.

Litlir hamborgarar – þessir voru frá Kjötkompaní.

Kjúklingaspjöt, klassískt! Þessi voru keypt tilbúin í Costco en þegar mamma gerir þau sjálf þá notar hún oft þessa marineringu:

Olía
Fullt af hvítlauk
Sítróna
Steinselja

Læt kjúklinginn marinerast í því í nokkra klukkutíma, sett svo á spjót og grillað.

Súkkulaðihúðuð jarðaber og kransakökubitar.

Vonandi gaf þetta ykkur smá hugmynd af veitingum fyrir næstu veislu.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við