Hugleiðsla – Fyrir byrjendur

Ég hef stundað hugleiðslu í nokkur ár núna og finnst það hjálpa mér gífurlega.
Hugleiðsla getur unnið á kvíða, þunglyndi og streitu. Sem er sérstaklega gott fyrir kvíðapésa eins og mig, sem ofhugsar allt og allar aðstæður og ég finn að hugleiðsla róar mig varðandi það.
En hugleiðsla býr einnig til tilfinningalegt jafnvægi. 

Þegar við hugleiðum þá verðum við minna stressuð, við bætum einbeitinguna og við hugum betur að okkur sjálfum. Það eru til margskonar hugleiðsluaðferðir og ég ætla að fara í gegnum tvær helstu aðferðirnar og hvernig skal byrja að hugleiða. 

Einbeitingar hugleiðsla

1.Fyrsta skrefið er að koma sér vel fyrir
2.Þetta er góð byrjun fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu skref í hugleiðslu. Felur í sér að þú einblínir á aðeins einn punkt. Sem þýðir að þú getur annaðhvort;

 • Lokað augunum og einbeitt þér aðeins að önduninni.
 • Farið með möntru. Velja eitt orð eða setningu sem þú endurtekur aftur og aftur. Þessi aðferð er ótrúlega góð þegar þér finnst þú vera í erfiðum aðstæðum og finnur fyrir miklu stressi og miklum kvíða. 
 • Kveikt á kerti og horfa á logann og þannig tæma hugann.

Núvitund hugleiðsla

 • Betur þekkt sem ,,mindfulness‘‘ hugleiðsla. Aldagömul aðferð sem má rekja til Búddisma. 
  Snýst um að vera meðvitaður um það sem er að gerast í núinu. Ekki festast í fortíðinni né framtíðinni. Við getum eingöngu tekist á við það sem er að gerast akkúrat á þessari stundu. 
 • Gott að grípa í þessa aðferð þegar maður fer að finna fyrir áhyggjum varðandi framtíðina, ef þú ætlar þér að stjórnast of mikið í framtíðinni þá er mjög ólíklegt að það muni rætast. Það er það oftast, þegar maður er að þvinga hlutina til sín, að þeir fara ekki eins og maður ,,ætlaði‘‘ sér. Eða ef maður festist í einhverri vandræðalegri eða óþægilegri minningu. Það er búið og ekki hægt að breyta því og með því að líða illa yfir því og ofhugsa, þá verður það aðeins verra. Fortíðareftirsjá og framtíðarótti hjálpar okkur ekki við að leysa vandann í dag. 
 • Með æfingunni þá finnur þú að þú ferð að þróa með þér innra jafnvægi. Sem þýðir að þú ferð að taka eftir ákveðnu mynstri í hugsanaferli þínu og verður meðvitaður um það. Sem gerir það að verkum að þú verður fljót/ur að dæma upplifanir sem góða eða slæma, skemmtilega eða óþægilega. 

Kostir þess að stunda reglulega hugleiðslu eru meðal annars:

 • Minni kvíði. 
 • Minni streita. 
 • Upplifir dýpri slökun. 
 • Lækkar blóðþrýstinginn.
 • Bætt minni. 
 • Minni líkur á þunglyndi. 
 • Minnkar höfuðverk.
 • Minnkar reiði. 
 • Vinnur gegn áfallastreituröskun. 

Og margt, margt fleira.

Inga

Þér gæti einnig líkað við