Húðvörurnar sem ég er að nota núna

Færslan er ekki kostuð – höfundur keypti vörurnar sjálfur.

Ég er loksins búin að finna vörur sem henta minni húð. Ég er þessi týpa sem er alltaf að kaupa nýjar vörur en er aldrei nógu sátt. Ég er búin að vera nota þessar vörur undanfarna mánuði og húðin mín hefur aldrei verið eins góð. Ég nota þær líka samviskusamlega, passa rútínuna, en það hefur mikið að segja. Það dugar ekki að vera duglegur að hugsa um húðina í tvær vikur og svo hætta. Það þarf alltaf að hugsa vel um húðina.
Ég get ekki sagt að ég sé með mikla vandamálahúð en ég fæ bólur af og til eins og flestar stúlkur og svo er ég með yfirborðsþurrk en glansa líka smá. Ennið á mér hefur verið mesta vandamálasvæðið en það var alltaf mjög „gróft/hrjúft“, ef ég get orðað það þannig. Var ekki með bólur á því en samt var það ekki slétt, eins og það séu litlar bólur en er ekki… veit ekki hvernig er best að orða það en eflaust fatta einhverjir hvað ég er að reyna segja. Eftir að hafa notað þessar vörur í nokkrar vikur er húðin mín öll slétt og fín og ljómandi.
Ég ætla að segja ykkur örsnöggt frá hverri vöru fyrir sig.

1. Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland
Þessar skífur eru æðislegar. Nota þær 1-2x í viku og húðin ljómar! Ég kaupi þær alltaf í Nola. Læt lýsinguna á skífunum frá þeim hér: Þú ert með dásamlega tæra og ljómandi húð. Þú sérð það bara ekki fyrir þurrkublettum, bólum og stíflum sem hylja andlitið. Nordic Skin Peel eru einskonar bómullarskífur sem mjúklega skrúbba yfirborð húðarinnar. Mjólkursýrur og ávaxtaensím sjá um að húðin endurnýji sig hraðar, hreinsa úr opnum svitaholum og endurveki hreinleika, frískleika og ljóma. Einstaklega milt og róandi. Hentar viðkvæmri húð, húðin verður sléttari og húðlitur jafnari. Árangur sést fljótlega.

2. Drink Up – 10 Minute Mask frá Origins
Þessi rakamaski er snilld. Ég set hreinsimaska á mig 1x í viku og þennan rakamaska svona aðrahverja viku. Mér finnst ég verða að gefa húðinni smá raka líka, ekki bara hreinsa. Þessi er mjög þægilegur en hann er eins og rakakrem. Þú setur hann á andlitið og bíður í 10 mínútur. Húðin tekur eitthvað inn en svo skolar maður rest, hann þornar ekki á andlitinu. Ég læt hann ekki endilega alltaf á allt andlitið heldur bara á þau svæði sem þurfa á raka að halda. Ég keypti hann í Sephora úti og sagði afgreiðslustúlkan mér að á veturnar þegar húðin er mjög þurr þá ber hún hann á sig áður en hún fer að sofa eins og rakakrem og sefur með hann. Hann fæst í apótekum og Hagkaup veit ég.

3. Supermud frá Glamglow
Þessi hreinsimaski er sá besti sem ég hef prófað og ég hef prófað ansi marga. Ég nota hann einu sinni í viku. Hér er lýsingin af honum á síðunni þeirra: Our most advanced clearing treatment with Activated-X charcoal, a super absorbent carbon, to attract toxins and dirt from the deepest and toughest areas. Developed by GLAMGLOW® to help fight common skin concerns. Designed for men & women. SUPERMUD® for super clear super poreless skin. Visibly see your pore congestion pull-out & encapsulate within the mask.

4. Commage Éclat Parfait Scrub frá Guinot
Þessi skrúbbur er frekar grófkorna en húðin mín þolir það vel. Ég nota hann 1-2x í viku en það er mjög gott að skrúbba húðina og ná dauðu húðfrumunum burt áður en maður lætur á sig maska til að ná sem mestri virkni. Ég keypti þennan á Guinot snyrtistofunni en hann fæst líka á fleiri snyrtistofum.

5. A Perfect World For Eyes frá Origins
Eins og ég hef oft nefnt, mér finnst svo mikilvægt að nota augnkrem. Húðin er svo þunn og viðkvæm í kringum augun og myndast hrukkur oftast fyrst þar. Ég hef notað augnkrem í nokkur ár, maður lagar ekki eftirá! Hér er lýsingin á kreminu af heimasíðu Origins: Our lightweight, hydrating treatment instantly renews under eyes. Helps firm, tone and diminish dark circles lighten. Plus, antioxidant-rich White Tea blocks oxidation while White Birch Extract helps lessen the appearance of new creases and crinkles. Dermatologist and Ophthalmologist tested.

6. Hydra Genius frá Loréal
Ég fékk fyrst þetta krem að gjöf í Hydra Genius partýinu fyrir nokkrum mánuðum og líkaði það mjög vel. Í sumar þegar mig vantaði nýtt krem þá ákvað ég að kaupa það aftur. Það er gelkennt og mjög fljótt að fara inní húðina sem mér finnst snilld því ég er alltaf að flýta mér á morgnanna að taka mig til. Kremið nærir húðina meðal annars með Aloe vatni og gefur góðan raka. Það kemur í þremur mismunandi útgáfum: venjuleg/blönduð húð, þurr/viðkvæm húð og venjuleg/þurr húð.

Ég vil taka það fram að ég er förðunarfræðingur en ekki snyrtifræðingur, þetta eru vörur sem henta mér og ég persónulega mæli með ❤

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við