Hringspegillinn í forstofunni settur í jólabúning.
Ég ætlaði fyrst að taka spegilinn niður til að festa greinarnar við bakhliðina. Það hefði vissulega verið stöðugara en maðurinn minn harðneitaði að taka hann niður því það var svo mikið vesen að koma honum upp. Hann er alveg níþungur og um 120cm í þvermál svo ég skil hann mjög vel.
- En ég festi saman litlar greinar með vír
- Lagði svo ofan á spegilinn þar sem ég vildi að greinarnar væru.
- Tók eina og eina grein og tróð henni bakvið spegilinn.
- Að lokum bætti ég við litlum, stökum greinum við hér og þar til að fá meiri fyllingu.