Hollustu kókoskúlur

Þegar kemur að nammi dögum, þá er ekki alltaf nauðsynlegt að fá sér „alvöru nammi“, ég bý mér oftast til hollustu konfekt til að slökkva á nammi þörfinni.

Þið fenguð að sjá á Lady snappinu um daginn þegar ég var að gera helgar nammið mitt.
Þetta er mitt allra uppáhalds hollustu konfekt!

Hráefni:

100gr kókosflögur
300gr döðlur
6 matskeiðar súkkulaði prótein, ég notaði Rebuild strength
Dass Vanillu dropar
Matskeið kókosolía
Blandað í matvinnsluvél

Dass kaffi
Blandað saman

Bætt við kókosmjöl
Blandað saman aftur

Búið til kúlur og dýfið í kókosmjöl
Sett í ísskáp

Þær eru svo mjúkar og góðar! – Mæli hiklaust með þessum fyrir helgina!

Njótið!
-AnítaRún

Þér gæti einnig líkað við