Helgarferð til Frankfurt

Inn í miðjum framkvæmdum skelltum við Smári okkur til Frankfurt með vinnunni í smá foreldrafrí.
Það sem það var gott að ná að kúpla sig aðeins út og njóta þess að vera bara tvö án barnanna svona einu sinni.

Þetta var tveggja nótta ferð en við fórum út á laugardagsmorgni og komum heim á mánudagskvöldi, svo við náðum seinni parti af laugardeginum og fyrri hlutanum af mánudeginum.

Á sunnudögum eru allar verslanir lokaðar í Frankfurt, eins og tíðkast í Þýskalandi svo sá dagur var nýttur vel að skoða sig um í borginni og prófuðum við að leigja rafmagns hlaupahjól sem er eitthvað sem er sjúklega auðvelt að nota og eru út um allt. – mæli með !

Hápunkturinn var svo árshátíðin hjá fyrirtækinu en þá fór hópurinn á bát sem sigldi fram og til baka eftir ánni Main, sem liggur í gegnum borgina. Þarna fengum við allan bátinn út af fyrir okkur þar sem allir skemmtu sér vel og útsýnið var svo fallegt frá þessu sjónarhorni á meðan sólin settist og ljósin frá byggingunum tóku við.

Mánudags morguninn var svo tekinn snemma til að fara niður á verslunargötu, til þess að versla smá fyrir heimferð.

Þessi borg er oft sögð óspennandi, en ég hefði viljað vera lengur og ná að skoða fleiri spennandi staði. Ég mun klárlega fara aftur á næstu árum til þess að klára að skoða borgina.
Meðal annars var hægt að fara upp í eitt af háhýsunum til að sjá útsýnið yfir borgina, hjóla meðfram bökkum Main ásamt því að fara á söfn en þá má nefna dýralífssafn sem okkur þótti mest spennandi.

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

Þar til næst ♡
-Sandra Birna

Þér gæti einnig líkað við