Elsku tengdamamma mín gerði heimferðasett fyrir ófædda krílið okkar Óla og fengum við það í hendurnar um daginn. Upphaflega ætluðum við að gera tvö sett, eitt „stelpu“ sett og eitt „stráka“ sett af því að við vitum ekki kynið. Svo myndi tengdó bara geyma hitt og nota síðar.
Ég byrjaði á því að velja litina og féll ég alveg fyrir þessum sinneps gula lit. Planið var að hafa þetta stráka settið en auðvitað passar þetta líka við stelpur þannig að við ákváðum að halda okkur bara við þennan lit. Uppskriftina er að finna inná Stroff.is– það er að segja af peysunni, húfunni, samfestingnum og sokkunum. Buxurnar gerði hún eftir annarri uppskrift en hafði sama munstur á þeim og er á hinu, það sama á við um vettlingana og aðra sokkana. Til að nýta garnið þá gerði tengdó auka húfu og auka sokka. Tölurnar keypti ég í Ömmu mús.
Hér sést aftaná samfestinginn, svo krúttað!
Hlakka til að sjá barnið í þessu ♡
xo
Guðrún Birna