Þegar ég hugsa um ömmu mína og alnöfnu, Guðrúnu Birnu, sé ég hana fyrir mér í sófanum sínum að prjóna, tala í símann og horfa á sjónvarpið. Allt á sama tíma. Hún er algjör prjóna snillingur og hefur prjónað frá því hún var 8 ára gömul. Þegar ég var ólétt fannst mér ekki koma annað til greina en að stelpan mín færi heim af spítalanum í prjónuðum fötum frá langömmu sinni.
Ágústa Erla var ekkert smá fín þegar hún fór heim, eins og bleikur sykurpúði.
Uppskriftin af settinu var í dönsku blaði sem amma keypti fyrir um 20 árum en man hún því miður ekki hvað blaðið heitir. En það eru til fullt af fallegum uppskriftum í dag í blöðum og á netinu. Ef einhver þekkir þessa uppskrift má sá hinn sami endilega láta mig vita.
Amma átti þessi sett tilbúin og fékk ég það bleika hjá henni.
Við systkinin áttum fullt af peysum, húfum, sokkum og vettlingum frá henni ömmu. Ég á eitthvað af því í dag og þykir mjög vænt um það.
Ég mun sýna ykkur inná milli prjónaverkin hennar ömmu. Vona að þið hafið gaman af.
xo
Guðrún Birna