Heimarækt

Okkur hjónunum hefur lengi langað að útbúa smá heima gym en aldrei látið verða af því. Okkur fannst þetta tilvalinn tími til að láta verða af þessu þar sem það er gott að hafa möguleikann á að æfa heima, bæði til að draga úr áhættu á smiti og ef maður lendir í því að þurfa að fara í sóttkví. Einnig er þetta tilvalið þegar litla prinsessan kemur í heiminn en þá er hægt að taka æfingu heima. Núna er ég komin 22 vikur á leið og finnst mér algjör snilld að hafa möguleikann á að taka smá æfingu heima þegar hentar.

Við áttum fyrir trainer fyrir hjólið mitt sem við höfum notað mjög mikið en okkur langaði að bæta við smá lóðum/ketilbjöllum svo hægt væri að gera einhverjar æfingar líka. Trainerinn og hjólið keyptum við bæði í Tri en það hefur verið mjög mikið notað! Ég átti fyrir helling af mini band teygjum sem ég nota mjög mikið og eina langa teygju. Ég er nýbúin að kaupa ökklalóð í Sports Direct sem mér finnst algjör snilld! Hef notað þau mikið á æfingum, sérstaklega þegar ég er að gera rassaæfingar. Einnig eigum við tvö sippubönd sem hægt er að nota til að ná púlsinum svolítið upp. Þau keyptum við í Hreysti en við vildum fá létt og þægileg sippubönd sem er einnig mjög gott að nota í crossfit.

Þar sem það er ekki mjög þægilegt að æfa á parketi og það getu verið mjög sleipt ákváðum við að kaupa okkur æfingadýnur sem við lögðum yfir mikinn hluta af herberginu. Þetta er einnig mjög sniðugt svo gólfið verði ekki fyrir skemmdum ef maður er að nota einhver lóð og leggur þau of harkalega frá sér (dýnuna keyptum við í Hreysti).

Þar sem við áttum engin lóð ákváðum við að byrja á því að kaupa okkur þrjár mismunandi þyngdir af ketilbjöllum. Við völdum frekar ketilbjöllur en lóð því það er hægt að gera svo ótrúlega margar sniðugar æfingar með ketilbjöllum (mögulega kaupum við líka lóð seinna). Við byrjuðum á að kaupa okkur 10 kg, 16 kg. og 20 kg. og stefnum við á að kaupa fleiri þyngdir með tímanum.

Ég viðurkenni að ég er virkilega spennt að nota nýja æfingaherbergið okkar og finnst virkilega gott að hafa val um að æfa heima ef ég annað hvort kemst ekki í ræktina eða er bara ekki í stuði til að mæta. Þetta líka auðveldar manni að taka æfingu ef maður hefur ekki mikinn tíma til að æfa.

Langaði að deila með ykkur smá heimaæfingu sem ég setti saman, hægt er að nota bæði ketilbjöllur eða lóð í þessari æfingu

Útskýringar:

  • Superset er æfingarhringur sem samanstendur af tveimur mismunandi æfingum. Þú gerir eitt sett af báðum æfingunum (án hvíldar) og hvílir þegar þú hefur lokið einum hring. Hver hringur er síðan endurtekinn nokkrum sinnum.
  • Reps er fjöldi skipta sem þú framkvæmir æfinguna
  • Upright row með ketilbjöllu:myndband hér
  • Útskýringu á hinum æfingunum er hægt að finna hér:Ketilbjöllu æfingar

Takk fyrir í bili!

Þér gæti einnig líkað við