Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá vorum við hjónin að undirbúa heimarækt hjá okkur svo við gætum fært æfingarnar okkar heim. Mér finnst mjög þægilegt að vakna á morgnanna og þurfa ekki að fara út úr húsi til að fara á æfingu!
Ég setti saman smá æfingu um helgina með áherslu á rass og læri og ég viðurkenni að hún tók vel í (nóg af harðsperrum daginn eftir)!
Mig langaði að deila henni með ykkur þar sem ég veit að margir kjósa að æfa frekar heima í dag en auðvitað er líka hægt að gera hana í ræktinni.
Útskýringar:
Ég byrja alltaf æfingarnar mínar á smá upphitun til að ná púlsinum upp og undirbúa líkamann fyrir átökin. Æfinguna setti ég upp þannig að hún skiptist í nokkur mismunandi superset. Ég byrja á að vinna fyrsta superset og þegar ég er búin að taka alla hringina þá færi ég mig yfir á næsta superset.
Superset virkar þannig að ég set saman tvær æfingar sem maður tekur í röð án hvíldar. Þegar búið er að ljúka við þær endurtekningar sem koma fram á prógraminu þá á að hvíla áður en það er endurtekið. Gott er að hvíla í u.þ.b. eina mínútu milli hringja eða þangað til púlsinn fer aðeins niður.
Í lokin finnst mér oftast gott að taka smá cardio en ég hjólaði smá þegar ég var búin með æfingarnar.
Hægt er að sjá myndband af öllum æfingunum hjá mér á Instagram en ég mæli með að ýta á follow ef þið viljið hugmyndir að fleiri æfingum og hollu mataræði.
Mæli með að vista æfinguna inná Instagram og prófa hana sjálf við tækifæri!
Þangað til næst!