Heimakósýgalli

Ég hef aldrei þolað að vera í þröngum eða óþægilegum fötum þegar ég er heima og hef ég mikið verið að vinna með náttbuxur og víða boli uppá síðkastið. Ég var samt að verða ansi þreytt á því outfitti og ákvað að spyrja inná Lady instagramminu um daginn með hvaða heima kósýgalla fólk mælti með sem væri fyrst og fremst þægilegur en liti líka betur út en náttbuxurnar.

Það voru nokkrar sem bentu mér á TheRubz. Ég skoðaði úrvalið á síðunni en ég á alltaf mjög erfitt með að panta mér föt á netinu svo ég var ekkert að drífa mig í því. Ég sá svo um páskana að þau voru með afslátt svo ég lét slag standa og prufaði að panta mér einn samfesting. Ég var samt á báðum áttum með hvort ég ætti að fá mér samfesting eða bara buxur og bol þar sem ég er með Tristan á brjósti.

Alma samfestingur varð fyrir valinu og sé ég alls ekki eftir því að hafa skellt mér á hann! Hann er úr svo fáránlega þæginlegu efni, svo léttur og mjúkur og ekkert mál að skella sér úr honum til að gefa. Ég keypti mér plain svartan stutterma samfesting en mig langar strax í fleiri og aðra liti.

Ég hugsa að það sé bæði hægt að nota hann sem heimagalla en líka dressað hann aðeins upp með skarti og við kápu og þá sé hann bara nokkuð fínn.

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við