Mér þykir mjög gott að fá mér hrökkbrauð í millimál og best eru þau ef maður gerir þau sjálfur. Maður veit alveg nákvæmlega hvað er inní þeim. Ég geri reglulega svona hrökkbrauð og finnst mér þau langbest með kotasælu eða rauðu pestói 🙂
Hráefni
2 dl grófmalað spelt eða heilhveiti
1 dl graskersfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1/2 dl chia fræ (má sleppa)
1 dl hörfræ
1 tsk gróft salt (finnst best að strá yfir í lokin)
1 1/4 dl ólífuolía
2 dl vatn (heitt vatn)
Aðferð
Blandið öllu þurrefni saman.
Bætið síðan heita vatninu við, olíunni, chia og blandið öllu saman.
Látið chia fræin liggja í bleyti í smá stund áður en þeim er bætt við.
Setjið síðan á plötu með bökunarpappír og dreifið því jafnt og þétt.
Inní ofn á 150° með blæstri í ca 30-40 min.
Það á að vera stökkt og ljósbrúnt þegar það kemur út.
Mér finnst best að skera það niður þegar það er heitt.
Bíð þangað til það kólnar ef það á að fara í box eða krukku.
Bon appetit 😀