Heimagerður leir sem má borða

Klara er núna búin að vera lasin í svolítin tíma og finnum við okkur alltaf eitthvað að gera til að stytta okkur stundir.

Við höfum alveg rosalega gaman af öllu föndri og elskar Klara að leira.

Um helgina vorum við aðeins að föndra og leika okkur.

Ég er búin að gera allskonar útgáfur af leirum og leirinn sem við gerðum núna má borða 🙂

Klara tekur stundum tímabil sem hún situr allt uppí sig og því tilvalið að leyfa henni að leika sér með þennan leir.

Ég er ekki frá því að þessi leir sé alveg eins og þeir sem fást útí búð.

Uppskriftin er ótrúlega einföld

6 sykurpúðar

3 msk maíssterkja

2 tsk kókosolía

1 tsk matarlitur

Þarf að setja í örbylgjuofn í amk 15 sek

  Mér finnst best að bæta við matarlit þegar búið er að setja degið í örbylgjuofn. Það blandast mun betur saman. Einnig er voða gott að vera í hönskum þegar þið eruð að hnoða allt saman 🙂

Degið á aldrei að verða klístrað. Ef það er klístrað þá vantar meiri maíssterkju.

Passa sig samt að setja ekki of mikið, bætið við smátt og smátt ef það er enn klístarð.

Ef þið sitjið of mikið þá verður degir frekar stíft og erfitt að leika sér með það.

   Eins og ég nefndi þá má borða hann, en auðvitað mæli ég ekki með því.

Leirinn hentar vel fyrir alla aldurshópa og þá sérstaklega fyrir þessi yngstu sem eru að fá að prufa leira í sitt fyrsta skipti

Þér gæti einnig líkað við