Heimagerður hummus

Það er ótrúlega létt að gera hummus. Það er engin heilög uppskrift þannig maður getur leikið sér svolítið. Hummus er aðallega maukaðar kjúklingabaunir og getur maður bætt við þau hráefni sem manni þykir best. Ég geri oft hummus hérna heima og skipti ég reglulega út hráefnum og breyti til.

Hummus uppskrift

  • 1 dós/krukka af kjúklingabaunum.
  • 2 msk tahini mauk.
  • 2-3 msk af sítrónusafa.
  • 1-2 hvítlauksgeirar (fer eftir smekk).
  • 3 stk sólþurrkaðir tómatar.
  • 2 msk Bio olía frá OLIFA
  • ½ tsk sjávarsalt.
  • ½ tsk cumin.

Gott að bæta við kóríander eða steinselju og breyta til. Skipta til dæmis sólþurrkuðu tómötum út og setja kóríander. Mæli með að þið prufuð ykkur áfram 🙂

  1. Aðferð:
  2. Byrjið á því að skola kjúklingabaunirnar og þerrið þær aðeins.
  3. Blandið öllu saman og maukið síðan með töfrasprota.
  4. Bætið olíu eða kryddum eftir smekk.
  5. Gott með hrökkbrauði og steinbökuðu súrdeigsbrauði.

Þér gæti einnig líkað við