Heimaæfingar um jólin

Það eru lang flestir mjög uppteknir í kringum jólin og margar líkamsræktarstöðvar stytta opnunartímann sinn allverulega og þá sérstaklega út á landi. Því getur verið erfitt fyrir marga að komast á æfingu. En þegar það er brjálað að gera hjá manni, þá er einmitt allra mikilvægast að hreyfa sig aðeins. Það er ein besta útrásin sem maður getur fengið og er rosalega streitu losandi. Ég mæli með því að stilla vekjaraklukkuna 30-40 mínútum fyrr á morgnanna til að taka nokkrar æfingar á stofugólfinu áður en dagurinn byrjar.

Hér eru nokkrar mjög einfaldar og fljótlegar æfingar sem ég mæli með:

HÉR er líka myndband sem ég fann á youtube af smá teygju- og flæði æfingum sem hægt er að nota sem upphitun eða cool-down fyrir og/eða eftir átök (æfingarnar byrja á mínútu 1 í myndbandinu). Mæli með að lágmarki 5 mín upphitun fyrir hverja æfingu.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við