Nú er verið að loka öllum líkamsræktarstöðvum á landinu og ákváðum við JENS ANDRI styrktarþjálfari að bjóða uppá ókeypis heimaæfingar sem fólk getur notast við á meðan þetta ástand stendur yfir.
Allar æfingarnar er hægt að framkvæma án tækja og tóla með þá möguleika samt að bæta við teygjum, lóðum, bjöllum eða öðrum tækjum sem fólk kann að eiga að vild. Það koma inn sex æfingar á viku og koma þær alltaf í tveimur útgáfum. Önnur útgáfan er fyrir lengra komna og hin fyrir byrjendur. Þannig að ALLIR geta notað þetta prógram. Í hverri viku setjum við svo inn nýjar æfingar, þannig að þú þarft aldrei að vera að gera sömu æfingarnar aftur og aftur, nema þú viljir að sjálfsögðu.
Það BESTA við þetta prógram er að það kemur í appi þar sem þú getur skráð inn þinn árangur í æfingunum. Appið heitir Train Heroic og er ókeypis að hlaða því niður. Þegar þú ert búin/n að hlaða því niður, þá stofnaru aðgang og notar svo kóðann “rosasoffiaheima” til að opna aðganginn. Þá ættir þú að vera kominn með aðgang að öllum æfingunum! Ekki flókið.
Hér fyrir neðan er auglýsingin með öllum upplýsingunum. Endilega komdu og vertu með!
Takk fyrir að lesa