Heimaæfing

Ég setti í story á Lady instagramminu um daginn smá könnun á því hvort fólk hefði áhuga á að fá einhverjar heimaæfingar. Ég fékk mjög góðar undirtektir, svo mér datt í hug að skella hérna á bloggið einni einfaldri, sem er hægt að gera hvar og hvenær sem er. Eina sem þú þarft er þinn eigin líkami og stóll/bekkur/trappa. Svo er líka gott að hafa app sem þú getur stillt interval klukku. Sjálf nota ég alltaf app sem heitir Smart Wod timer, þar er hægt að stilla allskonar AMRAP, EMOM og Interval/Tabata tíma sem er algjör snilld fyrir heimaæfingarnar. Áður en maður skellir sér í hvers konar æfingu þá er mjög mikilvægt að hita aðeins upp og liðka líkamann aðeins til. Það undirbýr líkamann fyrir komandi átök og getur komið í veg fyrir meiðsli. 

Ég mæli með einhverri SVONA rútínu í nokkrar mínútur. Sjálf stilli ég alltaf klukku á 5-10 mínútur, eftir því hvað ég hef mikinn tíma, og reyni að einblína á að liðka mig til þar sem ég er stíf og einnig þá vöðvahópa sem ég ætla að fara að nota á æfingunni framundan. 

ÆFINGIN:

 • Stilla interval klukku á 35 sek ON og 10 sek OFF, 4-5 umferðir –
 • 4 umferðir eru þá 32 sett af interval, sem gerir æfinguna um 29 mínútna langa
 • 5 umferðir eru þá 40 sett af interval, sem gerir æfinguna um 36 mínútur. 
 1. Jumping jacks 
 2. Afturstig 
 3. Uppsetur 
 4. Armbeygjur  
 5. Uppstig á stól/bekk 
 6. Planki 
 7. Dýfur af stól/bekk 
 8. Down dog og teygja í tær

Ef þú þekkir ekki æfinguna þá getur þú smellt á hana hér að ofan og þá færistu yfir á youtube og sérð myndband af æfingunni. 

Gangi þér vel 🙂 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við