Heimaæfing sem þú ættir að prófa!

Heimaæfing með spilastokk

Nú er búið að vera lokað í líkamsræktarstöðvum í frekar langan tíma og margir orðnir þreyttir á heimaæfingum. Ég hef mjög gaman af því að búa til mínar eigin heimaæfingar sem ég deili svo með fylgjendum mínum á Instagram.

Mig langaði að breyta aðeins til og bjó til eina æfingu þar sem ég notaði spilastokk. Ég dró spil og spilið sagði mér hvaða æfingu ég ætti að gera og hversu oft ég ætti að framkvæma hreyfinguna.
Það eina sem þú þarft er spilastokkur en það er hægt að gera æfinguna erfiðari með því að nota lóð eða ketilbjöllur.

Ég notaði bæði ketilbjöllur og lóð og kláraði allan spilastokkinn á 27 mínútum en svo er auðvitað mismunandi æfing sem hver og einn fær!

Mæli með að prófa æfinguna næst þegar þú ætlar að taka heimaæfingu!
Þú getur vistað myndina með æfingunni hér að ofan og haft fyrir framan þig meðan þú æfir.
Ef þig vantar hugmyndir af heimaæfingum mæli ég með að ýta á follow á Instagram.

 

Þér gæti einnig líkað við