Mig langar að deila með ykkur heimaæfingu sem ég gerði um daginn. Ég var pínulítið löt einn morguninn en langaði samt að hreyfa mig aðeins, svo ég ákvað að taka eina lauflétta æfingu án búnaðar. Æfingin var einnig án allra hoppa og erfiðis, í raun var þetta bara samansafn af upphitunar- og liðleika æfingum. Þessi æfing er algjör snilld til að koma sér í gang og fá smá hita í kroppinn. Það er svo gott að taka svona æfingar inn á milli, það er alveg óþarfi að vera alltaf í brjálað erfiðum æfingum, líkaminn hefur líka gott af mjúkum hreyfingum.
Ég vil benda ykkur á Instagrammið mitt @rosasoffia, en þar deildi ég allri æfingunni með myndböndum og verður hún alltaf aðgengileg þar á IGTV ef þig langar að prófa hana einhverntíma seinna.
Hér er æfingin:
Mig langar svo að benda ykkur á aðra færslu sem ég birti hér á síðunni um daginn. Þar skrifaði ég um hvaða aðferðir ég nota til að peppa sjálfa mig í gang fyrir heimaæfingar. Þið getið lesið hana HÉR.
Takk fyrir að lesa