HEIMA 🤎

Við fluttum fyrir rúmu ári síðan og höfum margt gert fyrir íbúðina okkar á þeim tíma.
Í upphafi skiptum við um gólfefni, settum nýjar hurðar og máluðum allt.

Hér má sjá hvernig íbúðin var þegar við keyptum hana, en þetta eru myndirnar sem fasteignasalan tók.
Margt í íbúðinni var búið að vera alveg síðan húsið var byggt fyrir rúmlega 20 árum og því kominn tími á endurnýjun á mörgu.

En eins og svo oft þá voru litlu hlutirnir sem fengu að bíða lengi. Eins og gólflistarnir og rammar á alla rafmagnstenglana sem við endurnýjuðum alveg líka, þar sem allt var orðið vel gamalt og lúið.

Eftir sumarið kláraðist þá hófst þessi vinna af alvöru aftur.
Þar má nefna að eldhúsið fékk bráðabirgða uppfærslu, þar sem ég gat ekki lengur borðplötuna sem er virkilega farin að láta á sjá þar sem eldhúsið allt er orðið gamalt, svo við ákváðum að filma hana með klassískri filmu úr Bauhaus. Komnir eru 2 mánuðir síðan og er hún enn þá í góðu standi, svo þetta klárlega virkar. Í framhaldi pantaði ég svo nýjar höldur á hurðirnar af Amazon. Þessi litla breyting gerði svo mikið og auðveldar biðina eftir framtíðareldhúsinu sem vonandi kemur á næstu árum.

Hjónaherbergið hefur líka fengið upplyftingu, sem er hluti af því að við ákváðum að útbúa lærdómsaðstöðu þar inni. Fyrsta skrefið var að velja skáphurðar sem við höfðum frestað í ár. -Þvílíkur munur að loka þessari hirslu! Einnig settum við snaga og mynd upp á vegg. Í vinnslu eru gardínur á braut inn í herbergið.

Næstu skref eru að klára barnaherbergin.

Í bæði herbergin vantar loftljós og veggljós. Veggljósið er einfalt að græja en ég vil að það passi við loftljósin svo þau hafa fengið að bíða á meðan ég held leitinni af góðu barnaherbergis ljósi. Ljósið þarf að uppfylla að gefa góða birtu í skammdeginu en jafnframt geta tekið snjallperu frá Philips Hue. Það mun koma færsla um barnaherbergin þegar þau verða tilbúin.

Inn til Viktors vantar fallegar myndir á veggina ásamt tiltekt á barnadótinu. Einnig erum við komin með þá hugmynd að láta smíða sökkul undir fataskápinn inni hjá honum, þar sem það er ekkert meira pirrandi en að hafa neðstu skúffuna alveg niður við gólf.

Á sama tíma er verkefnalistinn í herbergið hennar Fanndísar styttri. Þar erum við í 2 mánaða bið eftir fataskáp úr IKEA, vonandi stenst það og við fáum nýjan fataskáp inn til hennar fyrir jól, þar sem hennar barnafataskápur er sprunginn. Fötin víst stækka þegar börnin stækka. Einnig vantar henni gardínur en við höfum ekki hugmynd hvernig við viljum fá.

Framtíðarlistinn geymir fleiri verkefni, en það er ekki gera allt í einu. Hér líður okkur vel og ætlum okkur að búa næstu árin í þessu frábæra fjölskyldu hverfi.

Þar til næst 🤎
-Sandra Birna

Þér gæti einnig líkað við