Heima – Fyrir & Eftir

Við keyptum íbúð í Hafnarfirði haustið 2018, rosalega björt og opin. En einn stór ókostur við hana var að það voru flísar á allri íbúðinni, (líka svefnherbergjunum), sem gerði það að verkum að við náðum verðinu örlítið niður. Hinsvegar, eftir að við fluttum inn og hún var tóm þá tóku við eftir að það voru litlir dökkir blettir á nánast hverri einustu flís, eins og kaffislettur. Ég prófa allt til að ná þeim af og skrúbbaði þær endalaust. Nokkrum mánuðum síðar komumst við að því að þær voru útlitsgallaðar og fyrsti eigandi hafði því fengið þær á fínu verði. Það var alltaf á planinu hjá okkur að rífa þær af og setja parket og gerðum við það loksins sumarið 2020. 

Parketið er úr Birgisson og heitir Atlas Oak Beige.

Mjög fallegt, hlýlegt og auðvelt að setja niður. Mesta vinnan var að rífa þessar helv… flísar af og límið undir þeim. En með hjálp frá okkar fólki tókst þetta á einni helgi. Mér leið eins og við værum komin í allt aðra íbúð, fannst svo mikil breyting. 

Áður en við fluttum inn – myndir teknar frá fasteignasölunni:

(Hægt að klikka á myndirnar til að fá þær stærri).

Fyrir myndirnar, eftir að við fluttum inn:

Náðum þessu á einni helgi en lang mesta vinnan var að skrapa límið á gólfinu eftir flísarnar. Nánast allt límið varð eftir og leigðum við á endanum vél til að hjálpa til við að taka límið. 

Vinnan:

Eftir:

Finnst þetta hafa gjörbreytt íbúðinni og leið okkur fyrst eins og við værum komin í allt aðra íbúð. Miklu hlýlegri og fallegri. 

Inga

Þér gæti einnig líkað við