Ég birti færslu á Instagram hjá mér um daginn varðandi málefni sem er mér mjög mikilvægt. HÉR getið þið skoðað færsluna ef þið viljið. Í kjölfarið var mér svo boðið í viðtal við DV og Skessuhornið, sem var ótrúlega skemmtilegt. Ef þið ýtið á feitletruðu orðin hér á undan farið þið beint á þessi viðtöl.
Málefnið sem um ræðir er „heilbrigði í öllum stærðum„. Það er svo algengt í dag að fólk sé að hafa áhyggjur af fólki sem er í ofþyngd af því að það sé jú svo óheilbrigt að vera feitur. Oft er einmitt notast við BMI stuðulinn til þess að mæla hvort fólk sé í ofþyngd eða offitu. Ég sjálf mælist til dæmis í ofþyngd samkvæmt þessum BMI stuðli. Ég er samt sem áður mjög heilbrigð manneskja. Ég get hlaupið 10 km, ég get labbað á fjöll, ég æfi Crossfit, ég borða allskonar mat og mér líður mjög vel bæði andlega og líkamlega. En hins vegar þá var ég mjög óheilbrigð manneskja hér áður fyrr. Ég reykti, drakk áfengi flestar helgar, borðaði mjög sjaldan og hreyfði mig ekki neitt. En þá var ég samt í kjörþyngd samkvæmt BMI. Hvort mynduð þið telja heilbrigðara?
Það er bara svo úrelt að vera að mæla heilsu fólks út frá kílóum eða útliti. Heilbrigði sést ekki utan á fólki. Manneskja gæti vel verið mikið hraustari en þú, þrátt fyrir að vera feitari. Ég hvet ykkur til þess að lesa viðtölin við mig sem ég linkaði hér að ofan til að kynna ykkur frekar það sem ég hafði um málefnið að segja. Ég læt þetta duga hér í bili.
Takk fyrir að lesa