Haustsúpa

Yfirleitt er ég ekkert rosalega hrifin af súpum en á haustin þegar er mikil rigning og þetta týpíska haustveður finnst mér mjög gott að fá mér haustsúpu sem er full af grænmeti. Hægt er að bæta við kjúkling eða kjöti eftir smekk. 

Uppskrift fyrir 5 – 6

Það sem þarf:
20 g engifer
4 stórar gulrætur
1 rófa
½ meðalstór blómkálshaus
5 hvítlauksgeirar
1 laukur
8 kartöflur
Hunt’s Pasta sósa með osti og hvítlauk
½ kg af grísagúllasi (hægt að skipta út fyrir kjúkling eða jafnvel sleppa)
Olía til steikingar
½ dl sweet chilli sósa
1 ½ L Vatn
Cumin
Turmerik
Karrý
Svartur pipar
Salt 

Aðferð:

  • Saxið hvítlaukinn smátt.
  • Afhýðið og skerið engiferið í stóra bita en það er tekið upp úr súpunni áður en hún er borin fram. 
  • Skerið kartöflur, lauk, blómkál, rófur og gulrætur í teninga.
  • Hitið olíu í potti og brúnið kjötið. Kryddið kjötið með salt og pipar eftir smekk. Takið til hliðar.
  • Setjið olíu í pottinn og lauk, hvítlauk og engifer, steikjið létt. Næst er blómkáli, gulrótum og rófum bætt við. Steikjið í 5 mín.
  • Bætið 3 msk af sojasósu yfir grænmetið. 
  • Bætið við 1,5 L af vatni
  • 2 tsk Cumin, 1 tsk turmerik, 1 tsk svartur pipar, 1 tsk karrý, 1 dós Hunts pastasósa og ½ dl sweet chilli sósa bætt við. Leyfið að malla, því lengur sem súpan fær að malla því bragðmeiri verður hún. 
  • Bætið kjötinu saman við.
  • Bætið kartöflunum við þegar 20 mín eru í mat svo þær verði ekki að mauki.
  • Smakkið til, bætið við salti og pipar eftir smekk. 
  • Leyfið súpunni að malla þar til kartöflurnar eru orðnar soðnar. 
  • Takið engiferið upp úr súpunni áður en hún er borin fram.

Eftir því sem súpan fær að malla lengur því bragðmeiri verður hún. Mér finnst mjög gott að eiga afgang af henni og hita upp daginn eftir. Gott er að bera súpuna fram með sýrðum rjóma og Doritos snakki. 

Njótið!

Þér gæti einnig líkað við