Haust tiltekt

Haust tiltek/jólahreingerning? Telst það ekki með þegar það er svona stutt til jóla? Ég er í viku fríi áður en ég fer aftur að vinna aftur eftir sumarfrí. Þessi vika átti að fara algjörlega tiltekt á heimilinu og ég ætlaði að losa okkur við allt óþarfa. En við Höður erum með haustflensuna eftir aðlögun á leikskólanum þannig við höfum mest legið upp í sófa að horfa á The Block og teiknimyndir til skiptis. Þrátt fyrir það er ég mjög spennt að taka algjöra hreingerningu á heimilinu en mér finnst við vera að drukkna í óþarfa dóti sem mér finnst bara hafa versnað með Heði þar sem ég hef gefið mér lítinn tíma til að fara í gegnum allt dótið hans Haðars en það er svo mikið sem þessi litlu börn hætta og byrja að nota á einu ári það er alveg magnað! 

Til þess að peppa mig enn meira í tiltektinni þá er ég búin að vera hlusta á bókina The life changing magic of tidying eftir Marie Kondo. Bókin sýnist raunverulega um að maður þurfi að breyta hugarfarinu tengda hlutunum sem eru heima hjá þér og velja þá sem þú vilt halda og veita þér ánægju en ekki velja hverju þú ætlar að henda.  Finnst það mjög heilbrigð hugsun á bakvið það og hún fer mjög ítarlega í þessa hugmyndafræði á einfaldan máta – mæli með ef þú ert líka að fara að losa þig við hluti af heimilinu þínu. 

Ég finn það er bara komin tími til að fara yfir dótið okkar og losa okkur við það sem við þurfum ekki og notum ekki. Svo við höfum pláss fyrir það sem við notum og þurfum. Mér finnst vandamálið orðið þannig að það er erfiðara að hafa heimilið eins fínt og ég vil hafa það því það er orðnir svo margir hlutir sem eiga ekki heimili sem fer verulega í taugarnar á mér. Það er margfalt auðveldara að þrífa og taka til þegar hlutirnir eiga heimili. 

Vonandi förum við Höður að hressast svo hann geti farið á leikskólan og ég í tiltekina sem ég er orðin svo spennt fyrir – já þið lásuð rétt ég er orðinn spennt!

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍 Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Þér gæti einnig líkað við