Haust outfit inspo fyrir vinnuna og skólann!

Þar sem ég er að byrja í nýrri vinnu á morgun ákvað ég að kaupa mér nokkrar flíkur til að fríska aðeins upp á fataskápinn! Ég byrjaði á að kíkja til mömmu í Mathilda Kringlunni og viðurkenni að ég átti erfitt með að hemja mig þar. Það eru klárlega fleiri flíkur þarna sem mig langar að kaupa mér seinna, en ég ákvað að láta þetta nægja í bili! Ég keypti mér svo nýja skó í GS skór en ég var búin að leita út um allt að fallegum brúnum skóm sem ég get notað í vinnuna. Ég heillaðist um leið og ég sá þessa!

Skyrta: Mathilda – Sand
Buxur: Shein
Skór: GS skór

Buxur og bolur: Mathilda – Polo
Belti: Mathilda – Ralph Lauren
Skór: GS skór (hef átt þá í smá tíma)

Finnst mjög gaman að para saman svona buxur og fallega skyrtu við
Skyrta: Mathilda – Gustav (hef átt hana í smá tíma)

Skyrta: Mathilda – Polo
Buxur: Mathilda – Polo (hef átt þær í smá tíma)
Skór: GS skór

Jakki: Mathilda – Ralph Lauren (hef átt hann í smá tíma)
Buxur: Mathilda – Polo (hef átt þær í smá tíma)

Ég elska að klæða mig smá upp þegar ég er í vinnunni og er búin að koma mér upp alveg ágætis skyrtu safni inni í skáp (yrði hér í allan dag ef ég ætlaði að sýna þær allar haha)! Ég á líka nokkrar dragtir sem ég nota við spari tilefni í vinnunni.

Ég setti smá mátunar myndband inn á Instagram hjá mér sem þið getið kíkt á ef þið viljið (sjá hér).
Endilega hendið í follow á mig, ég er mjög virk þar!
Þangað til næst <3

Þér gæti einnig líkað við