Þá er skólastarf byrjað aftur og flestir komnir í vinnu eftir sumarfrí. Ég er sjálf komin í vinnu eftir fæðingarorlof og verð ég að segja að það er mjög gaman að vera komin aftur í rútínu og meðal fólks. Ég elskaði að vera með Júlíu Huldu alla daga en síðasta ár er búið að vera mikil einangrun og bara frekar skrýtið útaf Covid. Er ekki tilvalið að fagna vinnu og rútínu með því að skoða (og kaupa…) ný föt fyrir haustið?
Hér er smá sem greip augað inná ASOS.
Hinn fullkomni trench coat? Finnst þessi ótrúlega fallegur. Fæst hér.
Sniðið á þessum jakka og liturinn er mikið að heilla mig, snilld í vinnuna. Fæst hér.
Falleg og klassísk peysa, fullkomin fyrir haustið. Fæst hér.
Vantar einhverja þægilega strigaskó sem ég get notað í vinnunni. Finnst þessir mjög flottir og passa við allt. Fást hér.
Vantar líka nýja „tuðru“ sem rúmar fartölvu, snyrtidót og öllu öðru sem fylgir manni. Á eina frá Michael Kors sem er farin að rifna á böndunum ég er búin að nota hana svo mikið. Þessi gæti komið í staðinn. Fæst hér.
Mjög djúsí peysa. Sé hana vel fyrir mér við svartar pleather buxur og boots. Fæst hér.
Pant vefja mér inní þennan frakka þegar fer að kólna. Elska oversized flíkur. Fæst hér.
Hef það ekki lengra!
xo
Guðrún Birna
Instagram –> gudrunbirnagisla