Já ég er komin í hátíðar fýling.. eða ég er allavegana mjög spennt fyrir komandi tímum. Jólin eru í næsta mánuði og fer fólk bráðlega að fara á jólatónleika, jólahlaðborð og fleiri hátíðlegar uppákomur. Óli, kærastinn minn, er mikill jóla kall og er hann búinn að vera plana hitt og þetta í kringum jólin síðustu daga að mig langaði allt í einu að mála mig hátíð-jóla-lega.
Þessa förðun má svosem alltaf gera en glimmer og rauðar varir tengi ég oft við jólin.
Vörurnar sem ég notaði (Stjörnumerkt var gjöf*)
Húð: Primer vatn frá Smashbox – Fit Me meik frá Maybelline – Pro Longwear hyljari frá MAC – Fit Me hyljari frá Maybelline – Trace Gold kynnalitur frá MAC – Mary-Lou highlighter frá The Balm
Augu: LA. Girl hyljari sem primer – Naked 2 augnskuggi frá Urban Decay* -Knight Divine augskuggi frá MAC – Tveir gráir augnskuggar úr 35D pallettunni – Glimmer nr. 66 frá Inglot – Lash Sensational maskari frá Maybelline
Augabrúnir: Anastasia Beverly Hills Dipbrow í litnum Taupe – glært augabrúnagel frá Rimmel
Augnhár: Flirty frá KOKO Lashes
Varir: Wrath varalitur frá Urban Decay*
Ég prófaði líka að skipta um varalit og gerði nude varir, lét ljósan varalit og glæran gloss. Það eru ekki allar sem fýla að vera með mikla augnförðun og sterkan varalit en þá er líka bara flott að nota ljósari varalit.
Hérna sér maður líka hvað einn varalitur getur breytt heildar útlitinu mikið.
xo
Guðrún Birna