Hápunktur 2019

Það er tvennt sem stóð uppúr á árinu 2019. Brúðkaupið okkar Óla er klárlega annað þeirra og hitt er þegar við komumst að því að ég væri ólétt af öðru barninu okkar. Árið byrjaði og endaði dásamlega og langar mig að renna yfir það helsta sem gekk á hjá mér.

Janúar

Í janúar fórum við að skoða aftur staðinn sem að brúðkaupið yrði haldið á. Við töluðum við viðburðarstjórann og fengum góðan lista um hvað þyrfti að gera og skipuleggja.

Febrúar

Febrúar fór í að njóta í Barcelona.

Mars

1. mars var Carnival í skólanum hennar Ágústu Erlu, þá voru allar götur í hverfinu lokaðar og krakkarnir í skólanum löbbuðu um í heimatilbúnum búningum og spiluðu á trommur og sungu.

Seinna í mars keyrðum við til Tossa De Mar og gistum þar í nokkra daga. Ótrúlega skemmtilegur staður.

Í lok mars komu mamma, maðurinn hennar, Ágústa systir og Embla Líf í heimsókn til okkar í Barcelona.

Apríl

Um miðjan apríl flugum við til Tenerife og vorum þar í viku með tengdafjölskyldu minni.

27. apríl varð ég 28 ára. Pabbi og konan hans voru í heimsókn á þeim tíma og buðu þau mér á Barcelona leik þar sem heimamenn sigruðu og urðu Spánar meistarar.

Maí

Í maí flugu við til Berlínar og hittum fjölskyldu mína. Vorum þar í nokkra daga að skoða og njóta.

Júní

Svo var það stóri mánuðurinn. Brúðkaupsvikan byrjaði hjá okkur en gestir voru að koma alla daga vikunnar og margir sem gistu nálægt heimili okkar. Það voru kokteilar á þakinu okkar og tapas alla vikuna fyrir. Á föstudeginum fórum við svo öll í Gavá, sem er um 25 mínútna akstur frá miðborg Barcelona, og gistum saman á hóteli þar. Stóri dagurinn var svo á sunnudeginum.

Í lok júní fluttum við svo aftur til Íslands.

Júlí

Við keyptum okkur fellihýsi þegar við komum heim og fórum í fyrstu útileguna í byrjun júlí.

Í lok júlí fórum við í brúðkaup rétt hjá Sauðárkróki.

Ágúst

10. ágúst fórum við Óli á Ed Sheeran.

Ágústa Erla okkar varð 4 ára þann 20. ágúst.

September

Í byrjun september seldum við íbúðina sem við áttum í Safamýri.

Í lok september keyptum við íbúðina okkar í Grafarholti.

28. september fórum við í brúðkaup hjá vini Óla.

Október

Elsku Kubbur okkar kvaddi í október eftir 12 góð ár. Sakna hans.

Í lok október héldum við árshátíð Lady.

Nóvember

Í nóvember fór ég í verslunarferð með mömmu og Ágústu systir til Dublin.

Desember

Við fengum íbúðina okkar afhenta 5. desember og fluttum við inn daginn eftir.

14. desember fórum við í brúðkaup á Akureyri. Nóg af brúðkaupum þetta árið!

Á þorláksmessu fórum við í 12 vikna sónar og sáum spræka krílið okkar. Á aðfangadag vorum við heima hjá okkur með fjölskyldu okkar.

Þetta var ansi viðburðaríkt ár, ansi margt sem að gerðist.

Ég hlakka mikið til sumarsins 2020 þegar nýja krílið kemur í heiminn. Verður líka svo gaman að sjá Ágústu Erlu í nýju hlutverki sem stóra systir.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við