Gleraugun sett upp aftur

Ég fékk fyrst gleraugu þegar ég var í grunnskóla. Byrjaði mjög sakleysislega í 0,5 en versnaði með árunum. Þegar ég var um tvítugt var ég komin í -2,5. Árið 2012 fór ég í laser, mér fannst það snilldar hugmynd enda notaði ég linsur mjög mikið. Aðgerðin gekk vel og var ég ótrúlega ánægð að vera laus við gleraugun, fannst það mikið frelsi. Sjónin var mjög góð í nokkur ár en undanfarna mánuði hefur mér fundist sjónin vera að versna aftur.

Ég fór uppí Optical Studio í sjónmælingu (frítt fyrir alla að fara í mælingu!) og þar sá ég það svart á hvítu, sjónin mín var svo sannarlega farin að versna. Ég er nærsýn og með smá sjónskekkju, 0,5 og 0,75. Tilhugsunin við að fá gleraugu aftur var ekki eins og áður fyrr – núna var ég spennt að fá gleraugu! Mér finnst gleraugu í dag bara flottir fylgihlutir. Það er ótrúlega mikið af flottum gleraugum í boði frá flottum merkjum. Ég fór strax í það að velja mér gleraugu hjá Optical en ég verslaði líka alltaf þar áður fyrr, bæði linsur og gleraugu. Með góðri hjálp frá starfsfólki fann ég mega flott gleraugu sem ég er svo ótrúlega ánægð með! Mér finnst úrvalið í Optical Studio af gleraugum og sólgleraugum upp á 10 – þau eru með flottustu merkin að mínu mati.
En þegar ég sýndi gleraugun mín á snappinu mínu um daginn fékk ég svakaleg viðbrögð, sjaldan fengið svona mikið af skilaboðum á einum degi. En gleraugun sem ég keypti eru frá Saint Laurant og eru úr titanum, mjög létt og þægileg.

Ég veit að sjónin er ekki alslæm, þarf gleraugun aðallega þegar ég er að keyra eða fer í bíó og fleira. En ég tek þeim fagnandi og hlakka til að kaupa mér fleiri flott í framtíðinni <3

Ef ykkur vantar hjálp við að finna gleraugu eða þurfið að fara í sjónmælingu þá mæli ég 100% með Optical Studio, þvílíkt fagfólk þar á ferð sem tekur vel á móti manni.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við