Áttu eftir að finna eftirrétt fyrir Gamlárskvöld? Þessi uppskrift er frekar einföld og algjör plús að það þarf ekki að baka neitt. Lítur líka vel út og miklar líkur á að flestir borði þetta. Að sjálfsögðu er hægt að sleppa kampavíninu fyrir þá sem hafa ekki áhuga á slíku.
Hráefni:
Kurlið:
14 Grahamskex
10 matskeiðar ósaltað smjör, brætt
4 matskeiðar púðursykur
Klípa af salti
Ostafylling:
900 gr rjómaostur
1 bolli flórsykur
2 teskeiðar vanilla extract
1 bolli rjómi
Kampavíns jarðarber:
1 kg sirka jarðarber
Flaska af uppáhalds kampavínunu ykkar, smá af því fer í rjómann rest í jarðarberin.
Kampavíns rjómi:
2 bollar þeyttur rjómi
1/2 bolli flórsykur
1/2 bolli kampavín
Aðferð:
- Deginum áður er gott að undirbúa jarðarberin með því að hella kampavíni yfir þau og leyfið þeim að sjúga í sig vökvann í 20-24 tíma. Þegar kemur að því að gera eftirréttinn eru jarðarberin skorin í þunnar sneiðar.
- Til að gera kurlið er byrjað á því að mylja kexið í matvinnsluvél/blender þar til það er orðið að dufti. Bætið svo smjörinu, púðursykrinum og saltinu við og blandið vel.
- Fyrir ostafyllinguna setjið rjómaostinn, flórsykurinn og vanilluna í skál og blandið vel. Í sér skál hrærið þið rjómann þar til hann er vel stífur. Blandið svo öllu saman.
- Því næst er að raða þessu í kampavínsglös. Byrjið á því að setja kurlið í 1/6 af glasinu. Því næst er það ostafyllingin í 1/6 af glasinu. Hægt er að setja fyllinguna í sprautupoka eða plastpoka og klippa gat á endann ef maður vill hafa þetta pörrfekt! Þetta er smá dúllu vinna og mæli ég með því að kæla glösin svona í sirka 15 mínútur áður en næstu lög eru sett yfir svo fyllingin verði stíf. Eftir smá kælingu fara svo jarðarber á. Nú ætti glasið að vera hálf fullt og eru þessi skref endurtekin.
- Toppið glösin með kampavínsrjómanum! Þið sem viljið vera extra getið sett matarglimmer yfir rjómann.
Mæli með ♡
Instagram–> gudrunbirnagisla