Gæsun & Brúðkaup

Ein mjög góð og kær vinkona gifti sig í gær og var ótrúlega gaman að geta fagnað þessum degi með brúðhjónunum. 

Miðvikudaginn fyrir brúðkaupið var gæsunin. Við byrjuðum á því að hittast nokkrar á bílaplani í Borgartúni og tróðum okkur inn í einn bíl, á meðan var gæsin og ein í hópnum að borða rétt hjá. Hringt var í þær og tilkynnt að það væri sprungið á bílnum og þær beðnar um að koma með tjakk. Þegar þær mæta þá hoppum við út úr bílnum og gæsin sett í búning. Gæsin fékk afhent eitt umslag í einu sem innihéldu næstu skref.

Gæsin fékk að rúnta um á rafmagnshlaupahjóli yfir í Reykjavík Escape, röltum þaðan yfir á Hlemm þar sem gæsin átti að leysa nokkur lítil verkefni. 

Eftir daginn fórum við allar í heimahús í pizzur, kökur, leiki og spjall frameftir. Þar náðu fleiri að mæta og fagna með gæsinni sem höfðu ekki tök á því að vera allan daginn. Tvær í hópnum höfðu útbúið látbragsleik, skipt var í tvö lið sem áttu að giska hvað gæsin væri að leika. Heimatilbúið ,,Cards againts humanity“ sem var mjög vel gert og ég held að það hafi engin á staðnum hlegið jafn mikið og yfir þessu spili þarna. Enda eru höfundar spilsins með mjög skemmtilegt og frjótt ímyndunarafl. 

Í ljósi aðstæðna var þetta frekar lítill hópur, en góður hópur samt sem áður. Ótrúlega skemmtilegur dagur sem var svo sannarlega í anda gæsinnar. 

Það er hægt að sjá eitthvað frá gæsuninni í highlights á INSTAGRAM

Laugardaginn 22.ágúst var svo brúðkaupið sjálft. Fallegur dagur og ótrúlega gaman að sjá elsku vinkonu sína ganga í það heilaga. Gullfalleg brúður og brúðguminn engu síðri (sem ég tek eftir að við klikkuðum alveg á að draga hann með í myndatökurnar, en jæja). Yndislegur dagur með yndislegum vinum ♡

Inga

Þér gæti einnig líkað við