Fyrsta útilega sumarsins – Reykholt

Við fjölskyldan fórum í fyrstu útilegu sumarsins síðustu helgi. Við skelltum okkur í Reykholt með bróðir Óla og strákunum hans og vini Óla og fjölskyldu hans. Við fórum eftir vinnu á föstudeginum og vorum til sunnudags. Veðrið var bilað gott alla helgina! Sól og mikill hiti, alveg æðislegt. Ég og Óli keyptum okkur fellihýsi fyrr í sumar en við höfum verið dugleg í gegnum árin að fara í útilegur með lánað fellihýsi. Nú ákváðum við að kaupa okkur eitt stykki enda vissum við að við myndum nota það mikið. Það er frekar gamalt en er mjög vel með farið. Við erum að hugsa hvort við ættum að gera útlitið pínu upp, leggja nýtt gólf og jafnvel filma innréttingarnar en við ætlum að hugsa það aðeins í sumar.

Á föstudagskvöldinu grilluðum við kjöt og pylsur fyrir krakkana. Leiksvæðið var við hliðiná okkur þannig að við sáum alltaf krakkana vera leika sér en þau léku sér non stop alla helgina.
Þegar sólin fór að setjast kólnaði svakalega, ég var komin í föðurland, kuldaskó, úlpu og húfu um kvöldið. Við grilluðum Lindu buff og áttum mjög kósý kvöld.

Á laugardeginum var um 20 stiga hiti og sól. Við fengum gesti í heimsókn, fórum í sund, lékum við krakkana og höfðum gaman. Um kvöldið hituðum við upp mexíkóska kjúklingasúpu sem ég hafði gert á fimmtudeginum fyrir. Við borðuðum frekar seint og farið að kólna svolítið þannig að það var mjög gott að fá heita súpu.

Við sváfum til hálf ellefu á sunnudagsmorgninum, vöknuðum í rólegheitum og fórum svo fljótlega að pakka öllu niður.

Tjaldsvæðið á Reykholti var mjög skemmtilegt, klósettin voru snyrtileg og svo er sundlaugin rétt við hliðina á. Veitingastaðurinn Friðheimar er rétt hjá en ég hef ekki ennþá kíkt til þeirra og smakkað hinu einu sönnu tómatsúpu, kannski í næstu ferð.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við