Fyrsta afmælið

Ég hef lengi beðið spennt eftir þeim degi að fá að halda upp á afmælið hjá dóttur minni en eins og ég hef sagt ykkur frá áður þá biðum við hjónin lengi eftir að eignast barn (hægt að lesa okkar sögu hér). Ég var eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum og var mjög spennt að undirbúa eins árs veisluna hennar Hugrúnar Leu en hún varð eins árs 22. júlí.

Ég var búin að skipuleggja allt fyrir fram, var búin að baka og skreyta allt saman löngu áður en gestirnir komu. Allar blöðrur, diskar, glös og skraut fékk ég hjá Balún en ég var alveg virkilega ánægð með skreytingarnar og þjónustuna sem ég fékk hjá þeim. Við fengum mömmu og tengdamömmu til að hjálpa til við veitingarnar en við Höddi sáum um að baka súkkulaðiköku og döðlugott.

Dagurinn var alveg æðislegur en við buðum allra nánustu og vorum með lítið afmælisboð á sunnudeginum. Þó svo að Covid hafi sett smá strik í reikninginn þá gerðum við það besta úr aðstæðunum og erum virkilega þakklát fyrir alla sem fögnuðu þessum stóra degi með okkur. Ég hlakka til að fylgjast með Hugrúnu stækka og þroskast og fá að halda fleiri afmælisveislur í framtíðinni!

Skreytingar í veislunni voru fengnar í gegnum samstarf við Balún

Þið getið fylgst með mér á Instagram

Þangað til næst,

Þér gæti einnig líkað við