Fyrir og eftir – Húsið okkar

Við fjölskyldan keyptum okkur raðhús í Þorlákshöfn síðastliðið haust eins og ég hef skrifað um hér áður. Mig langaði að sýna ykkur fyrir og eftir myndir af húsinu en við keyptum húsið á byggingarstigi 7 (fullbúið) en vorum svo heppin að þegar við fórum að skoða voru engar innréttingar eða neitt komið í húsið, bara parket. Við gátum þess vegna valið allt sjálf, allar innréttingar, flísar og öll smáatriði sem var alveg ótrúlega skemmtilegt að gera. Hver hefur ekki farið í Ikea og skoðað allar innréttingarnar og búið til draumahúsið sitt í huganum ? Ég verð líka að segja að það var mjög stór kostur að geta valið allt og þurfa ekki að leggja neina vinnu í allt saman haha, okkur leið pínu eins og við værum í Property brothers þáttunum, alltaf þegar við kíktum á húsið var meira og meira búið að gerast !

                       Eldhús fyrir

Við fluttum svo inn í ágúst en þá var ennþá bara möl á planinu og mold í garðinum. Smátt og smátt kláraðist svo allt húsið og við gætum ekki verið ánægðari hérna. Ég held að ég hafi aldrei nokkurntímann orðið spennt fyrir steypu áður en þegar steypubílarnir mættu hérna fyrir utan hoppaði ég hæð mína af gleði haha.

Húsið er rúmlega 150fm, alveg fullkomin stærð fyrir okkur. Bílskúrinn er um 19fm en við ákváðum að bæta við auka gestaherbergi/fataherbergi og tókum smá pláss úr bílskúrnum til þess. Annars er húsið 4 herbergja (5 herbergja með auka herberginu) með stóru opnu eldhúsi, stofu og borðstofu í alrými, litlu sjónvarpsholi, þvottahúsi, forstofu og baðherbergi.

 

Baðherbergið og þvottahúsið fyrir og eftir

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Þér gæti einnig líkað við