Fullkomin kósýpeysa fyrir veturinn

Ég fór í Kringluna um helgina og var aðeins að gramsa í búðum. Eitt sem mig langaði að finna var djúsí kósýpeysa fyrir veturinn, sem ég gæti notað bæði heima og í vinnunni. Sem sagt ekki hettupeysu, heldur svona aðeins fínni peysu. Ég fann eina fyrst í H&M sem var svo mjúk og falleg, en þá var hún úr cashmere og kostaði 20 þús krónur. Ég hafði ekki alveg þann budget í huga svo ég ákvað að skoða meira. 

Ég fann svo hina fullkomnu kósýpeysuna fyrir veturinn í Vero Moda. HÉR er hægt að versla hana á netinu og kostar hún einungis 7.900 krónur. Ég keypti mér hana í gráu, en hún er einnig fáanleg í beige, brúnu og fjólubláu. Ég tók mína í stærð Medium því mig langaði ekki til að hafa hana alveg þrönga. Mér finnst hún fullkomin hvort sem er yfir kjóla, við gallabuxur, við fínni buxur og jafnvel bara heima við kósýbuxur. Peysan er ótrúlega mjúk og stingur ekki neitt, eins og margar svona peysur gera. Ef þú ert að leita af peysu fyrir veturinn þá mæli ég með að kíkja á þessa. 

 

Takk fyrir að lesa 

 

Þér gæti einnig líkað við