Gleðilegt nýtt ár öll sömul. Ég vona að þið hafið átt notaleg jól og áramót. Það voru ekki margir frídagar í ár en vonandi einhverjir sem náðu að taka sér smá frí milli jóla og nýárs til að lengja jólin. Ég þurfti að vinna en tók mér einn dag í frí, mánudaginn 2. janúar og eyddi honum með eldri stelpunni minni sem byrjar í skólanum á miðvikudag.
Þetta voru smá öðruvísi jól hjá okkur og komst ég aldrei í neitt brjálað jólaskap. Það þurfti endalaust að gera á efri hæðinni hjá okkur svo við myndum ná að halda jólin þar með fjölskyldum okkar. Vikurnar tvær fyrir jól voru eins og í The Block og unnuð við langt fram á nótt til að ná að gera jólahæft. Píparinn kom 5 dögum fyrir jól og tengdi gólfhitann á efri hæðinni þannig að sem betur fer var kominn hiti fyrir jól. Tveimur dögum fyrir jól kom frystirinn og uppþvottavélin var tengd í eldhúsinu en innréttingin var að mestu leiti komin upp vikuna fyrir jól. Handriðið á stigann var græjað á Þorláksmessu ásamt því að hurðin inn á bað var loksins sett upp. Á Þorláksmessukvöld var klárað að parketleggja efri hæðina. Ég fór í gegnum alla kassa til að finna eldhúsdótið okkar og mamma tók uppúr þeim og raðaði í eldhúsið. Við hefðum ekki getað náð þessu öllu á þessum tíma nema með hjálp frá okkar besta fólki. Til að toppa allt þetta ástand þá var Júlía Hulda veik í 10 daga á sýklalyfjum og pústi en hún var orðin þokkalega hress á Þorláksmessu.
Á aðfangadag fór Óli með stelpurnar að rúnta og koma síðustu jólapökkunum á rétta staði. Á meðan ryksugaði ég, skúraði, raðaði kössum undir stigann, tók til á neðri hæðinni, þreif baðherbergið og tók til hjá stelpunum. Þegar þau komu til baka kláraði Óli að bera parketpakkana sem eftir voru niður, ganga frá málningunni, setja plötur á forstofugólfið og margt annað en hann var í vinnugallanum til 17:30. Við vorum eins og Bugs Bunny á hraðastillingu til að ná þessu öllu. Sem betur fer elduðu tengdó kjötið heima hjá sér og komu með það og mamma gerði jólasúpuna. Við sáum því „bara“ um meðlætið. Það var ekkert verið að flækja hlutina í ár, enda enginn tími fyrir krúsídúllur og keypti ég tvær tegundir af ís frá Kjörís til að hafa í eftirrétt. Við vorum 8 fullorðin og 5 börn á aðfangadag og áttum við yndislega kvöldstund.
Á jóladag var planið að hafa hangikjötsboð en ég vaknaði með brjálað mígreni og lá í rúminu til 17:00. Kom svo sem ekkert á óvart en líkaminn minn sagði bara stopp við þessu öllu, hann krassaði alveg. Hangikjötsboðinu var því frestað til annan í jólum. Milli jóla og nýárs var ég að vinna og Óli í fríi, hann nýtti tímann í framkvæmdir. Hann grunnaði borðplöturnar í eldhúsinu og lakkaði tvisvar, málaði hluta af stofunni, málaði stigann og margt fleira.
Við buðum svo okkar fólki aftur á Gamlárskvöld í mat en við vorum 9 fullorðin og 4 börn og áttum skemmtilega samverustund.
Á Nýársdag erum við alltaf í mat hjá mömmu og Bjarna og voru öll börn og barnabörn þar í fyrsta skipti saman.
Leyfi nokkrum myndum að fylgja með:
Jólaball í Mörk
7 dagar í jól
Hurðar fyrir bæði hús og parket fyrir efri hæðir kom 16. desember
Aðfangadagskvöld:
Gamlárskvöld:
xo
Instagram–> gudrunbirnagisla