Föt á börnin frá River Island – netkaup

Mér finnst svo gaman að skoða og kaupa barnaföt. En ég hef eiginlega ekki keypt nein föt á stelpuna mína síðan í júlí í fyrra. Hún fær svo mikið af fötum frá ömmum og öfum og frænkum að ég hef varla þurft að kaupa á hana föt. Ég hef líka keypt nokkrar stærðir þegar ég fer út, ég kaupi ekki bara stærðina sem hún er í þá eða næstu stærð fyrir ofan, heldur kaupi ég vel fram í tímann. Þannig að ég á alltaf nóg af fötum í næstu stærð þegar hún vex uppúr hinni. Ég kaupi ekki mikið á Íslandi heldur reyni ég að kaupa flest erlendis þar sem að það er miklu ódýrara og miklu meira úrval. Núna í janúar keypti ég smá á stelpuna mína, Ágústu Erlu, á River Island. Ég hef verslað á sjálfa mig í þessari búð þegar ég er erlendis en vissi ekki að þau seldu barnaföt og hvað þá á netinu. Ég keypti þrjár peysur, tvo kjóla, síða gallaskyrtu, buxna og peysu sett, tvær fínar skyrtur og derhúfu á 21.000 með sendingu.
Gæðin í fötunum eru mjög góð, kom mér pínu á óvart.

Hér koma myndir af fötunum:


Ég mæli með að kíkja inná River Island og skoða. Það er komið fullt nýtt síðan ég pantaði síðast! Þau senda til Íslands og svo þarf maður að borga smá toll.
Ég er mjög ánægð með fötin sem ég pantaði.

xo

Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við