Flutt aftur til Íslands

Barcelona ævintýrið varð styttra en planið var. Við fluttum út fyrir ári síðan og ætluðum við að vera í þrjú ár en námið sem Óli, maðurinn minn, fór í var þrjú ár. Fyrstu vikurnar og mánuðurnir liðu og sá Óli hægt og rólega að þetta nám og þessi skóli var ekki að henta honum. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við (já við, við tökum ákvarðanir saman) að þetta væri ekki að ganga með þennan skóla og sótti Óli um annað nám og annan skóla um áramótin. Hann komst inn í MBA nám í skóla í Bretlandi í fjarnámi. Hann byrjaði í því námi í janúar. Við ætluðum þó ekki að flytja strax heim enda búin að vera svo stutt og vorum að elska Barcelona. Brúðkaupið okkar myndi líka vera í Barcelona nokkrum mánuðum síðar.

Eftir brúðkaupið var engin ástæða að vera lengur. Við prófuðum að sækja um fullt af vinnum en það er hrikalega erfitt að fá vinnu þarna. Oft 300-600 manns að sækja um eina vinnu. Við tókum þá ákvörun að fara aftur til Íslands.

Þetta var svakalega skemmtilegt ævintýri og lærðum við mjög mikið á lífið og hvort annað. Það er meira en að segja það að flytja í annað land þar sem þú talar ekki einu sinni tungumálið, finna íbúð, koma barninu í skóla og samfélagið. En þetta var 100% þess virði og væri ég til í að gera þetta aftur.

Ágústa Erla okkar þroskaðist rosalega mikið á þessum nokkrum mánuðum sem hún var í skóla þarna úti og var mjög gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna í nýju umhverfi, hún er algjör nagli.

Það eru auðvitað kostir og gallar við þetta allt. Ég hefði verið til í að vera þarna lengur en planið breyttist allt óvænt. Ég myndi segja að fjölskylda og vinir trompi allt, það er svo gott að geta hitt fjölskyldumeðlimi og vini þegar maður vill, fá baklandið sitt aftur. Ágústa Erla er að elska að hitta ömmur og afa í hverri viku og frænkur og frændur.

Lífið tekur stundum aðra stefnu en maður planaði og er það bara allt í lagi.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við