Mér finnst mikilvægt að flokka og það á sérstaklega við um jólin. Jólin eiga það nefnilega til að gefa okkur mikið af umbúðum sem þarfnast að flokka. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að flokka og þá sérstaklega eftir að ég flutti út á land.
Ég hugsaði mikið út í hvernig ég ætlaði að pakka inn á sem umhverfisvænan hátt. Ég vildi nota pappír og borða sem hægt væri að flokka. Ég vandaði mig því sérstaklega í ár og keypti FSC® vottaðan pappír og pakkaband búið til úr plöntum.
Síðan safnaði ég saman slaufum frá pökkum í fyrra og nota þær til að skreyta. 😊
Pappírinn og bandið sem ég nota.
Ég keypti allt í Søstrene Grene. Pappírinn sem ég nota er hægt að flokka með öðrum pappír og pakkabandið fer í lífrænt. Mér þykir þetta ótrúlega sniðugt og mæli ég með 😊
♻️ Hvernig flokka ég? ♻️
Flest allan jólapappír er hægt að flokka og fer hann í bláu tunnuna. Jólapappír sem er með glansi flokkast með plasti þar sem það er plast í honum. Pakkaböndin utan af pökknum eru flest öll búin til úr plasti. Muna að setja þau með plastinu. Ég lærði það fyrir stuttu, og hafði ég ekki hugmynd af því. Það kom mér verulega á óvart.
Tekið af Sorpu
Annars vona ég að allir eigi gleðileg jól ❤️