Fljótlegur kvöldmatur

Hvað skal hafa í kvöldmat ?

Spurning sem kemur upp á hverju kvöldi á mínu heimili. Ég er ágætis kokkur, en oft langar mig bara að hafa eitthvað ótrúlega fljótlegt og þægilegt eins og á svona mánudögum.
Langar að setja hingað inn 2 fljótlegar uppskriftir.

Kjúklinga eðla

900 gr kjúklingur
Rauð paprika
Græn paprika
Tómatur
Rjómaostur
Salsasósa
Nachos
Rifinn ostur

Ég nota 800 gr af kjúkling, sker hann niður í teninga og á pönnu, krydda eftir smekk.
Kveikja á ofninum, 170 gáður og blástur.
Á meðan kjúklingurinn er á pönnunni, næ ég í eldfast mót.

Set í botninn rjómaost og smyr honum jafnt í botninn.

Sker síðan niður grænmetið sem ég vil hafa, set í mótið.
Því næst næ ég í salsa sósu, ég nota alltaf medium.
Fljótlega fer kjúklingurinn að vera tilbúinn og þá set ég hann í mótið, og hræri allt vel saman.
Og í lokin tek ég nachos poka, krem pokann, sturta úr pokanum yfir í eldfasta mótið og að lokum rifinn ostur.
Inn í ofn í 20 mínútur

   

Tikkamasala

Næst er það TikkaMasala – eða aðallega hvítlauksbrauðið sem ég geri með því!

900 gr kjúklingur
Smá af Tandoori kryddi
Ein krukka af Tikka Masala
Rauð paprika
Græn paprika
Kirsuberjatómatar
Hrísgrjón

Hvítlauksbrauð:
4 Rågkaka frá Polarbröd
Ostur
Smjör
Hvítlaukssalt

Þessi réttur er fyrir fjóra

Byrja á því að sjóða hrísgrjónin.
Ég nota 900 gr af kjúkling, sker hann niður í teninga og á pönnu, krydda með tandoori kryddi.

Á meðan kjúklingurinn er á pönnunni, næ ég í Rågkaka frá Polarbröd, smyr það með smjöri. Set síðan hvítlaukssalt og 3 sneiðar af osti og inní ofn á 160 gráður hita og blástur í 7-10 mínútur.
Ég hef gert þetta í matarboðum og er umtalað hvað þetta er gott, og er ég 100% sammála!

 

Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn, þá set ég tikkamasala sósuna í pönnu ásamt niður skornu grænmeti sem ég vil hafa.

Báðir þessir réttir eru ekki nema 30-40 mínútur að græja og gera.

Njótið!

Þér gæti einnig líkað við