Fljótleg millimál

Ég held að flestir séu sammála mér með að erfiðustu máltíðirnar eru oftast millimálin. Maður er alltaf að velta því fyrir sér hvað maður á að borða á milli mála. Eitthvað sem er nógu mikið til að verða ekki svangur, en samt ekki það mikið að það sé alveg full máltíð. Ég ákvað að skrifa niður þau millimál sem ég er oftast að grípa til. Eins og sést á þessum lista er ég mikið fyrir einfaldar máltíðir sem krefjast lítils undirbúnings.

  • Þrjár hrökkbrauð með osti og papriku
  • Próteinstykki, mín uppáhalds eru frá Barbells og Atkins
  • Ein flatkaka með hangikjöti og appelsína
  • Tvær rískökur með kjúklingaskinku og 2 soðnum eggjum
  • Lúka af harðfisk og epli
  • Tvö soðin egg og banani
  • Tvær ristaðar brauðsneiðar með banana
  • A prótein pönnukökurnar

Ég er ekki mikið fyrir kúra eða átök, ég borða bara þegar ég er svöng og reyni að hugsa um að ég sé að næra mig fyrir átök á æfingu, fyrir vinnudaginn og svo framvegis. Mér finnst gott að hafa jafnvægi á milli fitu, próteina og kolvetna í öllum máltíðum og reyni yfirleitt að skilja aldrei neinn orkugjafa útundan og taka því millimálin á þessum lista mið af því.

Ég vona að þessi listi geti gefið einhverjum fleiri hugmyndir að einföldum millimálum.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við