Fjölskyldufrí til Florida

Ég fór með Óla, Ágústu Erlu, systkinum mínum og mökum ásamt mömmu og manninum hennar til Florida í mars í tvær vikur. Við bókuðum flug í október í fyrra, heldur betur tímanlega og fengum flug á mjög góðu verði. Við vildum hafa ferðina eins kósý og heimilislega og við gætum og leigðum okkur því hús saman á Airbnb. Við fengum rosa flott hús með fjórum svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og flottum garði með sundlaug og grillaðstöðu í Siesta Key, Sarasota. Við vorum í tvær mínútur að labba niður á strönd. Sandurinn á ströndinni í Siesta Key er sá besti sem ég veit um. Hann er ljós en hitnar ekki eins og flestir þannig að maður þarf ekki að hlaupa í honum til að brenna ekki. Hann er líka svo fáránlega mjúkur og fíngerður, eins og Hockey duft! Ströndin í Siesta Key er klárlega sú besta sem ég hef farið á. Það var leikvöllur við ströndina fyrir krakka sem við fórum oft á með Ágústu Erlu. Það var bæði svæði fyrir litla krakka og svo aðeins eldri.

 

Við fórum í nokkrar verslunarmiðstöðvar og outlet þarna úti sem ég ætla að telja upp fyrir ykkur.

Ellenton Premium Outlets er outlet sem er með merkjavörur eins og Michael Kors, Tommy Hilfiger, Lacoste, Nike, Adidas, Guess, DKNY, Calvin Klein, Banana Republic og margt margt fleira. Hægt að gera mjög góð kaup þar, Michael Kors vörurnar voru til dæmis með 60% afslætti.

The Mall at University Town Center í Sarasota er verslunarmiðstöð sem við fórum held ég tvisvar í. Þar eru til dæmis Dillard’s, Macy’s, Michael Kors, Aldo, American Eagle Outfitters, Forever 21, H&M, Louis Vuitton, Gap, Victorias Secret, Janie & Jack, MAC, Sephora, Lush og margt fleira.

International Plaza í Tampa. Þessi verslunarmiðstöð er aðeins fallegri en University Town Center. Þarna eru búðir eins og Burberry, Gucci, Tiffany & Co, Zara, Michael Kors, Abercrombie & Fitch, Hollister, H&M, Urban Outfitters, Victoria’s Secret, Hugo Boss og auðvitað mikið meira.

The Mall at Millenia í Orlando. Klárlega ein flottasta verslunarmiðstöð sem ég hef farið í. Við stoppuðum stutt þarna á leiðinni okkar á flugvöllinn. Ég þyrfti nokkra daga þarna til að komast í allar búðirnar.

Svo er auðvitað „möst“ að fara í Target og Wallmart, allt milli himins og jarðar til þar á góðu verði. Við versluðum allan mat í Publix, hefðum viljað fara í Wholefoods en hún var ekki á okkar svæði.

Best Buy er snilld ef maður ætlar að versla rafmagnstæki. Bed, Bath & Beyond er líka alltaf gaman að koma í.

Outlet búðir eins og Marshalls og TJ Maxx geta verið mjög skemmtilegar, allskonar merkjavara á niðursettu verði.

Ef Ágústa Erla hefði verið aðeins eldri þá hefðum við pottþétt farið í Busch Garden í Tampa. Hef heyrt mjög góða hluti þaðan. Svo er auðvitað klassískt að fara í Disney World.

Það var svo gott að komst aðeins í frí en það er búið að vera svo brjálað að gera í vinnu og skóla. Nauðsynlegt að kúpla sig aðeins út og njóta, en maður gleymir því oft í öllu stressinu.
Við stelpurnar byrjuðum fríið á að fara í nail salon í fótadekur, fórum í fótanudd og létum lakka á okkur táneglurnar. Gaman að byrja fríið á smá dekri og vera fínn á tásunum.
Við vorum mjög heppin með veður, sól og 21-24 stigi hiti sem var alveg mátulegt. Var meira að segja heitara í garðinum hjá okkur útaf skjólinu. Það kom einu sinni rigningardagur en þá nýttum við bara daginn í að versla. Mæli mikið með þessum stað fyrir frí, æðislegur staður.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við