Fjölskyldan stækkar

Fjölskyldan stækkar í nóvember. Ég hef deilt með ykkur þeim fréttum á samfélagsmiðlum og langaði mig að setja litla færslu hér líka 💕 Ég er sett 15. nóvember og er lítil dama á leiðinni. Við kíktum aðeins fyrr í pakkann þar sem ég er mjög óþolinmóð og vildi fá að vita kynið sem fyrst 😅 Ég er loksins að fá alla mínu orku til baka en síðustu mánuðir hafa verði frekar strembnir. Frá fjórðu viku hef ég verið að glíma við mikla morgunógleði alveg frá morgni til kvölds og var ég með enga orku til að sinna neinu.

Ég mætti í sónar hjá 9 mánuðum og mæli ég svo mikið með að fara til þeirra ef þið eruð óþolinmóðar eins og ég. Tíminn kostaði 11.500kr og fáið þið allar myndir og myndbönd send á netfangið ykkar. Alltaf svo gott að koma til þeirra. Þegar ég gekk með Klöru fór ég reglulega í nudd til þeirra svo í þrívíddar sónar sem er alveg magnað! Eftir tímann fór ég í Allt í köku á Smiðjuvegi og keypti kynjablöðru og skraut. Við buðum síðan vinum og ættingjum í smá veislu seinni partinn. Alveg yndislegur dagur sem við áttum 💕

                       

Klara var sko búin að tilkynna okkur það að hún vildi aðeins fá systur alls ekki bróður. Hún var svo glöð þegar hún sá bleikt 💕 Það hefði verið smá gott á hana að fá bróður þar sem hún fær bókstaflega allt sem henni langar í 😅 Ég var alveg viss um að þetta væri strákur þar sem þessar meðgöngur eru búnar að vera svo ólíkar. Við fjölskyldan erum alveg í skýjunum og hlökkum til nóvembers 💕

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við