Fjölnota tíðarvörur

Ég kem af þeirri kynslóð að það var því miður ekki rætt mikið um blæðingar og tíðarvörur þegar ég elst upp. Vissulega áttum við mamma einhverjar samræður og hún bauð fram þetta klassíska, bindi og túrtappa frá Always. Málið var að hún vissi sjálf ekki betur og allar þessar tíðavörur sem eru til í dag var einfaldlega ekki allt til og sumt bara ekki talað um.

Ég hefði alltaf viljað fá kynningu um tíðavörur þegar ég var yngri. Það eru svo margir kostir við fjölnota tíðarvörur, ekki bara umhverfisvænna, heldur miklu betra fyrir heilsuna okkar. Ég hafði t.d. ekki hugmynd af öllum aukaefnunum sem eru í mörgum gerðum af dömubindum og töppum sem geta valdið þrálátum sýkingum, kláða og óþægindum.

Ég kynnist fyrst túrbikar um 20 ára og það gjörbreytti lífi mínu. Hann notaði ég samviskusamlega í mörg ár, eða þar til ég varð ólétt. Hann var orðinn gamall og fékk að fara í ruslið og ég ákvað að kaupa mér nýjann eftir fæðingu.

Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu og skoðaði þá bikara sem fengu góð meðmæli, og þeir eru all nokkrir. Það var alltaf talað um að ef kona hefur fætt barn í gegnum leggöng þurfi hún stærri stærð af bikar. Vissulega eru það bara ráðleggingar en ég tók því alvara og keypti stóran túrbikar. Núna hef ég reynt að nota hann nokkrum sinnum og hann virkar bara alls ekki fyrir mig. Því er ég aftur komin á ról í leit af góðum vörum til að gera þennan tíma betri og þæginlegri og það er svo margt í boði, ekki bara bikarar.

Mig langaði því að deila með ykkur það helsta sem ég hef komist að og langar sjálfri að prufa, eða mæli með að þið skoðið. Þetta er það helsta sem kemur upp og er í boði hérlendis af fjölnota tíðarvörum:

 1. Túrbrækur/túrnærbuxur
  Ég myndi segja að þetta væri vara sem væri fullkomin fyrir þau sem eru að byrja á blæðingum á kynþroska. Auðvelt í notkun, minni breyting úr því að ganga í venjulegum brókum/nærbuxum í túrbrækur/túrnærbuxur heldur en að bæta einhverjum tíðarbindum sem geta verið óþæginleg og ekki sé minnst á slæm fyrir þetta svæði. Ég á sjálf ekki svona vörur, en mun klárlega prófa þetta einhverntímann. Besta úrval af túrbrókum/túrnærbuxum hérlendis er hér, en þar eru líka frábærar upplýsingar um mismunandi stærðir, gerðir, mismunandi rakadrægni o.fl.
 2. Bikarar
  Það er til fjöldinn allur af mismunandi túrbikurum og ekki allir sem henta öllum. Til að vera sem næst því sem þú þarft, og kannski ekki kaupa eitthvað sem hentar ekki eins og ég gerði, þá er best að mæla leghálsinn. Þetta er kannski ekki skemmtilegt að gera það, en þarft bara að gera það einu sinni og þá eru betri líkur á því að þú fáir bikar sem hentar þér. Hér er gott video af því hvernig er best að mæla leghálsinn. Lár legháls er 44mm eða minni á lengd, meðal langur legháls er 45mm til 55mm og hár legháls er 55 og hærra. Með þessum upplýsingum getur þú valið þér bikar sem hentar þinni lengd. Ekki allir bikarar eru gefnir upp lengdin með svokölluðum stem og því er gott að hafa það í huga að það eru nokkrir mm í viðbót. Sumir klippa hann til á þeim sem það er hægt, eða alveg af, en alltaf gott að prófa fyrst án þess að klippa á. Svo eru til bikarar sem eru án „stem“ eða með hring til að ná betra taki o.s.frv. Úrvalið af túrbikurum er ótrúlega mikið hérlendis og hægt að kaupa allskonar bikara eftir því hvað hentar þér best. Hér koma nokkrir sem ég mæli með að skoða:

  Intima Lily cup

  Mjög vinsæll og vel talað um þennan bikar. Auðvelt að hella úr honum, ekki svona „brún“ efst á honum sem getur valdið sumum óþægindum. Einnig mjög auðveldur í þrifum.

  Feel Confident tíðabikar
  Satisfyer Feel Confident Menstrual Cup - Reusable Period Cup with Removal Ring - Soft, Flexible Body-Safe Silicone, Easy Insertion & Removal - Includes 2 Cup Sizes for All Flows (Light Blue) : Health & Household - Amazon.com
  Hér er tíðarbikar sem er með hring að neðan. Mögum finnst það betra og valda minni óþægindum en beini endinn. Einnig auðveldar það að taka hann úr til að tæma og fjarlægja.

  Fun Cup tíðabikar

  Þessi bikar er alveg án útistandandi „stems“ sem mörgum finnst þæginlegra og ekkert ertandi. Einnig er hægt að kaupa þennan í tveimur stærðum saman í pakka sem getur verið þæginlegt fyrir mis mikið flæði á tíðarhringnum.

 3. Ziggy cup
  Fyrir mér er þetta alveg nýtt, en örugglega búið að vera til í nokkur ár. Þetta er meira eins og „skál“ og fer ofar upp að leghálsinum heldur en bikar gerir. Þetta er líka eina fjölnota tíðarvaran sem hægt er að nota í kynlífi. Þeir endast í allt að 12 tíma í notkun. Hann kemur í tveimur stærðum og er það miðað eftir lágum eða háum grindarbotni ásamt því að stundum er tekið mið af því hvort kona hafi fætt barn eða ekki. Hægt er að skoða þá frekar og versla hér.
 4. Fjölnota bindi
  Til er fjöldinn allur af fjölnota bindum sem hægt er að þvo og nota aftur. Frábært fyrir umhverfið og veskið líka. Einnig getur þetta verið betra fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir einnota tíðarvörum þar sem þetta er yfirleitt úr efnum sem eru ekki ertandi. Hægt er að skoða úrval af fjölnota bindum hér.

Það eru örugglega til fleiri valmöguleikar, en þetta er það helsta sem er mest notað og mest aðgengi að hér á Íslandi.

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við