Fjölnota litabækur

Mig langaði að segja ykkur frá sniðugum litabókum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Dóttir mín svoleiðis elskar þetta og getur dundað sér tímunum saman. Mér finnst þetta ótrúlega sniðugt og mikill kostur að þetta sé umhverfisvænt og fjölnota.

 

Það fylgja pennar með bókunum og þurfið þið að setja vatn í þá. Síðurnar eru hvítar með útlínum og birtist liturinn þegar byrjað er að lita. Það er hægt að kaupa í mismunandi útgáfum þannig allir ættu að finna sitt uppáhald 🙂 Bækurnar síðan þorna og verða aftur hvítar þannig það er hægt að lita aftur og aftur!

Fyrir þau allra yngstu mæli ég með að nota mjúkan pennsil í stað pennan. Pennarnir eiga það til að skemma bækurnar ef litað er fast með þeim.

Þetta er mikið notað hér heima og tökum við þetta með okkur í öll ferðalög 🙂
Bækurnar fást víða meðal annars í A4, Hagkaup og Kids Coolshop.

Ykkar Sunna

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við